leiðindi í búrinu

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

leiðindi í búrinu

Post by igol89 »

tók eftir því þegar ég vaknaði að báðir mickey mousarnir og gubbí kellingin voru komin með roða í tálknin og lá gúbbí kellan á botninum og hafði engan mátt til að synda. Náði ég þá í slönguna og gerði 35% vatnaskipti, stakk loftsteininum í búrið og setti nokkrar plönntur í búrið. gerði þetta til að vera viss því ég var búinn að lesa nokkrar greinar hérna um ammóníak eitrun og var að vonast eftir því hvort einhver gæti sagt mér hvort ég gerði eitthvað vitlaust. :)
Last edited by igol89 on 25 Jan 2011, 11:29, edited 1 time in total.
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: leiðindi í búrinu

Post by keli »

Þetta voru líklega rétt viðbrögð hjá þér. Það væri sterkur leikur að mæla vatnið, sjá hvort þetta hafi verið rétt ályktun hjá þér.

Hvað er langt síðan búrið var sett upp?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: leiðindi í búrinu

Post by igol89 »

það eru sirka 10 vikur og ég var þá bara með einn gullbarbaog einn stæðann brúsknef sem ég átti í öðru búri í því búri og smá gróður til að leyfa flórunni að komast á skrið og ég byrjaði að bæta við slatta af fiskum í það fyrir rúmum mánuði. ætla líka að leyfa þeim að fasta smá
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: leiðindi í búrinu

Post by igol89 »

var með nokkrar plöntur í búrinu en búrið varð bara fallegra með að bæta við nokkrum í viðbót. Fiskarnir voru ekki svona í gær þar sem ég fylgist með þeim daglega með 4 mánaða gömlum syni mínum og ég vona bara að ég hafi brugðist nógu skjótt við.
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Post Reply