Bæti inn síðar fleiri týpum af hreinsibúnaði.
Hreinsidælur:
Kostir: Þægilegar, fer lítið fyrir.
Ókostir: Lítið filterefni, þarf að þrífa oft.
Hreinsidælur eru festar með sogskálum innan í búrið og eru hentugar í búr 30-160 lítra.
Margar þeirra geta dregið loft niður með úttakinu og þannig súrefnismettað fiskabúrið nokkuð vel.
Helstu kostir eru að þær eru einfaldar í notkun, það fer lítið fyrir þeim í búrinu og eru nokkuð hagkvæmar í innkaupum.
Ókostir eru helstir að í þeim er yfirleitt frekar lítið filterefni þannig náttúrulegt niðurbrot er ekki mikið, þær stíflast auðveldlega og þarf að þrífa oft.
Við kaup er ágætt að hafa í huga magn filterefnis og reyna að kaupa dælu sem er ráðlaögð fyrir stærra búr eða halda sig í neðri mörkum sem framleiðandi miðar við, td ef búrið er 60 lítra er mun betra að kaupa dælu sem er ráðlögð fyrir 60-90 l heldur en dælu sem ráðlögð fyrir 30-60 l.
Dælur sem seldar eru í verslunum hérlendis eru nokkuð góðar. Ég mæli sérstaklega með Eheim Aquaball hreinsidælunum en þær hafa að mínu mati alla kosti nema útlitið en enga ókosti nema hugsanlega verðið.

Tetratec hreinsidælur

Aquaball hreinsidælur
Loftdælur:
Kostir: Góð súrefnismettun fiskabúrs.
Ókostir: Hávaði, lítil hreinsun.
Loftdæla er utan við búrið og dælir lofti í búrið gegnum slöngu og loftstein. Sérstaklega hentugar í búr að 30 lítrum og seiðabúr ásamt því að vera fínasta viðbót með öðrum dælum í stærri búr.
Helstu kostir eru að loftdæla tryggir gott súrefnisflæði í búrinu sem stuðlar að góðu heilbrigði fiska.
Ókostir eru hávaði og titringshljóð frá dælu, lítil sjáanleg hreinsun nema með box/sponge filter (sjá síðar)
Við kaup: Dælur sem seldar eru í verslunum hérlendis eru almennt góðar. Best er að kaupa stærri dælu en minni þar sem stóru dælurnar eru oftast lágværri en þær minni.

Tetratec loftdæla
Tunnudælur:
Kostir: Góð hreinsun, gott pláss fyrir filterfni.
Ókostir: Ef leki kemur eða dælan er rangt uppsett getur lekið á gólf.
Tunnudælur eru að jafnaði besti kosturinn í búr sem eru 160-1000 lítra.
Helstu kostir eru að einungis rörin sjást í búrinu enda er dælan vanalega staðsett í skáp undir búrinu, gott pláss fyrir filterefni og auðvelt að þrífa og þjónusta tunnudælur.
Ókostir eru lítlir sem engir nema um sé að ræða óvandaðar dælur, einna helst þarf að hafa áhyggjur af galla í dælu eða rangri uppsetningu en þá getur vatn lekið úr búrinu.
Við kaup: Tunnuælur sem seldar eru í verslunum hérlendis eru almennt góðar. Við kaup er best að hafa í huga magn filterefnis (stærð tunnu) og áreiðanleika. Framleiðendurnir Rena, Tetratec , Eheim og Fluval þykja almennt góðir og gott er að kaupa stærri tunnudælu en minni.

Rena tunnudælur