Smá pæling

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Kristel
Posts: 30
Joined: 01 Jul 2007, 21:50
Location: Kópavogur

Smá pæling

Post by Kristel »

Ég er með 3 Socolofi í búrinu mínu og einn er áberandi stærri en hinir og er ljósblár, en hinir tveir ljósbláir með svörtum röndum. Ég hélt nefnilega að karl og kvenkyn væru eins í útliti. Þeir voru allir eins þegar við fengum þá. Kannski er þetta sitthvort kynið eða eitthvað annað? Bara spyr af því ég er forvitin :D

Ég set myndir með, sorry kann ekki að minnka myndirnar.
Image
Image
Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeir eiga allir að vera eins á litinn en oft sjást dökkar rendur ef eitthvað er að angra þá, þessi stærsti gæti haldið hinum í gíslingu.

Mér sýnist á myndunum að þetta séu allt kerlingar.
User avatar
Kristel
Posts: 30
Joined: 01 Jul 2007, 21:50
Location: Kópavogur

Post by Kristel »

Er einhver ástæða að grípa inní sem ábyrgt foreldri, eða bara að leyfa þeim að útkljá málin sjálfir? :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef einhver hírist ekki upp í horni ætti þetta að vera ok.
Post Reply