Fékk efnið í lokið í gær. Endaði á að kosta 3200kr með skurðinum, 2000kr minna en þeir sögðu mér fyrst, og fullt af afgangi í einhver project seinna meir
Hér er draslið sem fer í smíðina:
Byrjaði á að mála bútana sem snúa inn með vatnsheldri málningu:
Svo byrja að púsla þessu saman. Eldhúsborðið er tilvalið í það! Fékk akvastabil t5 ljósastæðu ódýrt og festi þetta upp með vel nokkrum vel staðsettum skrúfum..
Smá föndur líka að gera þetta snyrtilegt þar sem ljósin bara rétt svo passa í lokið
Svona lítur þetta svo núna út
Ég stefni á að mála þetta að utan og innan í kvöld, en þarf eitthvað að pússa þetta til að utan til að þetta sé snyrtilegt. Svo get ég vonandi bara farið að nota þetta á morgun eða hinn...
Ég hendi kannski inn myndum af því þegar ég klára þetta á morgun og svo af þessu tilbúnu.. Ég er að vonast til að þetta líti ágætlega út þegar þetta er orðið svart.