530L búrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

530L búrið mitt

Post by keli »

Ég kom mér upp 530L búri um daginn, datt í hug að gera þráð um það þar sem mér leiðist í vinnunni.

Íbúar 200l búrsins voru færðir yfir, sem voru
  • 7 Trúðabótíur
    ~5 Ankistrur
    1 Hvítur Convict karl
Svo bættist við
  • 1 Claria
    1 Tiger shovelnose
Svo keypti ég mér nokkra fiska í gær
  • 1 Citrinellum
    1 Flowerhorn
    2 Sajica (T Bar cichlid)
    1 Convict kerling
Svo ætla ég að bæta við Jack Dempsey, Oscar, silver arowana og RTC við tækifæri.


Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta búr er í smærri kantinum fyrir marga af þessum fiskum, en það kemur ekki að sök þar sem það stendur til að tjörnin mín verði tilbúin fyrir þá eftir 1-2 ár.

Svo hendi ég inn myndum við tækifæri.
Last edited by keli on 30 Dec 2007, 22:13, edited 1 time in total.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image

Fínt að vera bara með tjörn á kantinum svona sem framtíðarheimili fyrir durgana. :-)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tók 70% úr búrinu, færði það frá veggnum og skellti svörtum bakgrunni á.. Fullt af loftbólum á glerinu eftir vatnsskiptin, en lítur mun betur út með bakgrunni.

Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Thetta er nu fjandi fint bur.
Er lok a thvi eda er ljosid bara tharna eitt og ser?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég á eftir að smíða lok á það.. Þetta er bara til bráðabirgða til að hafa eitthvað ljós á því :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

very nice :mrgreen:

hvernig möl ertu með?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Einhverja ljósa, frekar grófa möl sem gaurinn sem seldi mér búrið lét mig hafa með því. Svo henti ég líka slatta af skeljasandi úr gamla búrinu í, bæði til að starta bakteríuflórunni og til að hækka hardness í vatninu smá.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Aetlar thu ad smida svona alvoru lok med ljosi inn i?
Og ur hverju a thad ad vera?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Smíða það líklega úr krossvið og set 2-4 80w T5 perur í það. Ég á nú þegar perustæði fyrir 2stk.

Verst að það er tómt vesen að gera svona lok almennilega.. Ég vil ekki hafa þetta eitthvað huge bákn, vil eitthvað low profile og snyrtilegt og þar er hægara sagt en gert, sérstaklega þegar maður er bara í meðallagi laginn í höndunum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Akkúrat, mig bráðvantar lok á mitt búr en hryllir við einhverjum grodda.

Ertu byrjaður á lokinu?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Nei, en ég er að teikna þetta akkúrat núna og fer líklega í byko í morgun og læt saga bútana til fyrir mig...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hvaða efni verður í lokinu, krossviður ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Já, hafði hugsað mér að nota 10-12mm krossvið og mála með epoxy að innan... Nema þú/þið hafið betri hugmynd?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nei mér líst best á krossviðinn, gott að vinna og þolir nokkuð vel raka og verpist ekki til þó hann blotni.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Var að pæla í að hafa lokið einhvernvegin svona.
Image
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fór í byko áðan og pantaði efnið í lokið. Lokaútgáfan er aðeins öðruvísi en þetta, og mér sýnist að lokaverð á þessu verði í kringum 8000kr. Efnið og sögun 5000kr, skrúfur og málning 2500kr og svo píanóhjarir á eitthvað smotterí.

Ég á ljósin í lokið þannig að það er utan kostnaðaráætlunar. Verð með 2-3 80w T5 perur.


Ekki ódýrasta lokið í bænum, en kemur vonandi vel út og endist lengi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Splæsti í festae, dovii og lítinn gibba áðan. Myndi halda að búrið sé ansi nálægt því að vera pakkað hjá mér - Amk ef maður gerir ráð fyrir fullri stærð þessara skrímsla.
Last edited by keli on 19 Aug 2007, 01:28, edited 1 time in total.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Hvað kostar dovii i dag ?....
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

rúman 2000 kall, en það fer náttúrulega eftir búðum
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fékk efnið í lokið í gær. Endaði á að kosta 3200kr með skurðinum, 2000kr minna en þeir sögðu mér fyrst, og fullt af afgangi í einhver project seinna meir :)

Hér er draslið sem fer í smíðina:
Image

Byrjaði á að mála bútana sem snúa inn með vatnsheldri málningu:
Image

Svo byrja að púsla þessu saman. Eldhúsborðið er tilvalið í það! Fékk akvastabil t5 ljósastæðu ódýrt og festi þetta upp með vel nokkrum vel staðsettum skrúfum..
Image
Smá föndur líka að gera þetta snyrtilegt þar sem ljósin bara rétt svo passa í lokið
Image

Svona lítur þetta svo núna út
Image

Ég stefni á að mála þetta að utan og innan í kvöld, en þarf eitthvað að pússa þetta til að utan til að þetta sé snyrtilegt. Svo get ég vonandi bara farið að nota þetta á morgun eða hinn...

Ég hendi kannski inn myndum af því þegar ég klára þetta á morgun og svo af þessu tilbúnu.. Ég er að vonast til að þetta líti ágætlega út þegar þetta er orðið svart.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já þetta virðist bara vera mjög smekklegt
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Í guðanna bænum komdu með sem flestar myndir því ég ætla að stela uppfinningunni þinni :wink: (ef þér er sama?)
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Smá meiri myndir... Spreyjaði allt svart og setti svo glært lakk ofaná í von um að það geri það mögulegt að þrífa þetta.
Image
Image

Nýlakkað (enn blautt)
Image


Veit ekki alveg með áferðina.. kannski maður máli yfir þetta með einhverri þykkri málningu einhvertíman til að losna við viðaráferðina... En þetta fær að vera svona til að byrja með allavega, ég vil fá þetta í notkun undir eins :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tilbúið! (í bili)

Image
Image


Kemur bara allt í lagi út er það ekki?
Image
Image

Ég á eina ferð eftir í byko að redda mér einhverjum litlum listum til að það leki ekki svona mikið ljós út um rifurnar á "hurðinni", en annars er þetta bara reddí.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er þrælfínt hjá þér keli, það nettasta sem ég hef séð að heimasmíðuðu loki.
Ef hjörin hefði verið höfð að innan, þá hefði þurft einhvern lista að ofanverðu til að fela rifuna, ekki satt?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jú, það var pælingin, að hafa hjarirnar utaná til að fela "sárið"... Mér finnst þetta ekki alveg nógu fallegt þannig að það getur vel verið að ég spreyji þær svartar, ég á afgang af spreyinu sem ég notaði. Kosturinn við að hafa þær utaná er að þá getur maður líka opnað "alveg" og látið hurðina liggja bara ofaná lokinu.

Svo held ég að ég myndi ekki spreyja þetta þegar ég geri næsta lok, amk grunna með einhverri þykkri málningu fyrst til þess að losna við megnið af viðaráferðinni og gera þetta aðeins sléttara. Færi samt eftir búrinu sjálfu og skápnum, viðaráferðin gæti alveg gengið ef skápurinn er í stíl.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég hugsa að það myndi flagna af hjörunum við hreyfinu og yrði mjög ljótt.
Það er ekki svo slæmt að hafa þetta svona.
Viðaráferðin er ekki eins falleg og gljáandi áferð verksmiðjuframleidds loks en þetta venst örugglega ágætlega.

Ég ætla að fara að nuða í mínum karli að fara að smíða.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hjarirnar myndu líka líklega ryðga frekar fljótt ef þær væru inní lokinu... Nema maður veldi einhverjar fancy hjarir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ekki hafði ég hugsað út í ryð :oops:
Það er þá eins gott að hafa ryðfríar skrúfur líka.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þú átt nú bara hrós skilið fyrir þessa smíð :P
mjög smekklegt.
mér finnst viðaráferðin flott en ég held það myndi kannski passa betur að hafa það áferðarlaust einsog ramminn.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply