Til að byrja með fengum við okkur 2 kellur og 1 karl. Önnur kellan gaut fljótlega eftir að hún kom til okkar (20. jan) og um 2 vikum seinna ákváðum við að taka hina frá því hún var orðin verulega sver og komin með svartan blett á magann. Við settum hana í gotbúr í sama búr og seiðin voru í. Ekkert gengur hjá henni að koma seiðunum úr sér. Hún var mjög stressuð til að byrja með, líklega vegna þess að gotbúrið var of lítið. Einu sinni gleymdum við að loka því og hún náði að hoppa upp úr og þar sem hún lét seiðin alveg eiga sig leyfðum við henni bara að vera frjálsri með þeim. Fyrir nokkrum dögum tókum við eftir því að hin kellan var aftur orðin sver, svo við tókum hana og settum með hinni kellingunni og seiðunum. Við settum handklæði fyrir búrið svo það var alveg dimmt í því, en í búrinu er bæði dæla og hitari. Í gærmorgun var seinni kellan gotin en ekkert bólar á seiðum frá hinni. Ég var því að velta fyrir mér hvort það sé eitthvað meira sem við getum gert til að koma henni af stað. Hún er í myrkri, vatnið er um 26° heitt og við erum dugleg að hafa í því vatnaskipti.
Svo er það sverðdragarakallinn. Hann er allan daginn endalaust að elta kellingarnar. Við fengum 3. kellinguna viku á eftir hinum, en hún er eldri og því stærri en þau sem við áttum fyrir. Hún hefur ekkert gotið og lítur ekki út fyrir að vera líkleg til þess. Hún er sú eina sem kallinn nennir að elta, því hinar kellurnar eru svo snöggar að hann þarf að hafa virkilega fyrir því að elta þær. Nú er svo komið að greyið húkir inni í kókoshnetunni næstum allan daginn til að fá frið fyrir kallinum. Í gær tókum við svo eftir undarlegum breytingum á henni, það var komin svört lína neðst í sporðinn hennar, eins og það væri að vaxa sverð. Ég hef heyrt um að fiskar geti skipt um kyn (kærastan mín er í vistfræði og lærði um þetta þar), en ég hef aldrei heyrt um að sverðdragarakelling skipti um kyn eða þykist vera kall til að losna undan áreiti frá kallinum. Getur það verið? Læt mynd fylgja með:

Og er eitthvað sem við getum gert við kallinn svo hann hætti að elta þær svona mikið? Þær (og þá aðallega þessi á myndinni) fá aldrei frið.
Fyrirfram þakkir fyrir það sem ég vona að verði góð svör
