ég get ekki sagt annað en að þetta séu skemmtileg kvikindi, erum að gefa þeim orma, sem þeir éta með bestu lyst.
Þeir eru víst kjötætur og eiga eftir að fá orma, rækjur, ýsu, blóðorma og fleira gotterý hjá okkur
Ég var að skipta um jarðveg hjá þeim, tók dökku mölina og lét ljósan sand í staðinn, búrið er enn frekar gruggugt en skellti þeim samt í.
Ég veiddi þá uppúr meðan ég skipti um og það fór ekki betur en svo að annar þeirra stökk uppúr og svo beint á gólfið.
