Jájá, þetta er mjög gömul hugmynd í nýjum búningi sem byggir á því að rækta óæskileg efni eins og amoniu, nitrit, nitrat og phosphor úr búrum (bæði ferskvatn og saltvatns). Þetta er sennilega ekki sniðugt fyrir gróðurbúr þar sem þetta myndi þurka upp öll næringar efni fyrir gróðurinn, en fyrir búr þar sem þörungur er vandamál þá er þetta nokkuð góð hugmynd að mínu mati. 90% af öllu lífi er víst þörungur fyrir utan bacteriur, og skapar hann undirsöðu fyrir allri fæðukeðjunni í sjónum, og einnig 50% af öllu súrefni kemur úr þörungum. Kóralrif eru full af þörungi sem virkar eins og endurvinnslustöð fyrir lífrænan úrgang og skapa hagstæð skilyrði fyrir gríðarlegt magn af krabbadýrum til að lifa í. Bara svona til að koma því á framfæri þá er þetta líka mjög umdeild hugmynd á síðum eins og RC og fleirum
mér fynnst þetta bara meika svo mikið sens að ég ætla að láta til leiðast þegar ég set upp búrið mitt.
Hugmyndin er að láta þörungana vinna fyrir sig og sleppa við að standa í veseni við að berjast við þá, bara skapa þeim stað þar sem þeir geta dafnað í friði. Í sjáfar búrum þá er þetta gott tæki því að þessi efni geta orðið virkilegt vandamál og skapað aðstæður fyrir þörunga sem geta yfirtekið búrið, einnig þá lifa pods í þörungninum og þetta er því mikil matarkista fyrir búrið, þetta fyrir mér er nóg til þess að selja mér þetta.
Eeennn ástæðan fyrir því hversu umdeilt þetta er er vegna þess að margir eru farnir að fikta með að láta þetta vera einu fyltergræjuna í búrunum, sleppa refugium, skimmer og öllu öðru sem á að sigta út óæskileg efni úr búrunum.
Þó eftir því sem ég les meira þá skil ég betur afhverju fólk er tilbúið að sleppa hinum græjunum (þó svo að ég ætli persónulega að gera ráð fyrir skimmernum í sumpnum hjá mér).
Mottan sem þið sjáið á myndinni er þar sem þörungurinn er ræktaður, en mottan er gerð gróf með t.d. hulsubor og er því næst fest við pvc rör sem er annaðhvort tengdt við yfirfallið eða dælu sem keirir vatnið yfir mottunn í gegnum rauf á pvc rörinu, það eru ljós sitthvorumeginn við mottuna þar sem þörungar þurfa víst ljós og hefur þessi uppsetning gefið bestu raunina, þetta er svo annað hvort sett í ílát við hlið búrisnns (salt fata er vinsæl) eða heft yfir sumpnum, semsagt einstaklega fljótlegt í uppsetningu og ódírt kerfi til að fást við lífrænan úrgang í búrum.
Það tekur um mánuð að sjá einhvern alvöru árangur af þessu kerfi og það þarf að þrífa þörunginn af skerminum á 7 daga fresti.
verð að fara ég skrifa meira um þetta í kvöld....