Byrjaði á því að mæla fyrir búrinu en íbúðin er bara 42 fm svo það er mjög takmarkað pláss en stærðin á glerinu varð 100x50x60
og borðið undir búrið er 100x50x75.
Teiknaði þetta svo í sketchup


ætlaði að hafa svona hjól undir því en það breyttist...
28.jan glerið komið, 10mm þykkt og rúm 60 kg .. myndirnar eru teknar á síma svo gæðin eru afar takmörkuð


byrjað að líma

búið að líma

búið að lekaprófa og verið að tæma búrið..

fræst úr fótunum fyrir hjólum sem bera 120 kg hvert hjól.

hjólin komin í..

ákvað að styrkja borðið meira og setti plötur á milli..

verið að slípa til að fá allt slétt og fínt..

lét beygja fyrir mig sýruburstað ál utan um borðið, lista utan á búrið og allt efnið í lokið.
fékk álið með hvítri húð en það var ekki það sem ég valdi.. svo ég lét pólýhúða það.

álið límt utan og skrúfað upp í lappirnar, verið að stilla þessu saman


lokið smíðað



búrið tilbúið og komið heim, hvítt grjót í botninum.. ef einhverjum vantar þá á ég nóg af því
það verður LED lýsing í lokinu oog vonandi fæ ég hana sem fyrst og ég á líka
eftir að finna mér dælu og annan búnað í þetta.. og fiska auðvitað