Tetra Rubin fiskamatur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
sveskja
Posts: 5
Joined: 10 Mar 2011, 22:22

Tetra Rubin fiskamatur

Post by sveskja »

Hefur eitthver reynslu af Tetra Rubin fiskamat.. er þetta að skila mikilli breytingu á lit? http://www.petshop.is/details/rubin?category_id=17
Ég er með Gubby, Endler og Platty og svo brúsknefja ryksugur. er eitthvað annað sem þið mælið frekar með?
Ég er svolítið ný í þessu .. búin að vera að lesa fiskaspjallið fram og til baka ;o) mikill fróðleikur hér inni..
kv Sveskja
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Re: Tetra Rubin fiskamatur

Post by Fanginn »

Ég gaf fiskunum mínum þetta einu sinni og þeim líkaði það vel. Ég var ekki frá því að þetta skilaði sér aðeins í litum , en gæti líka hafa verið ýmindun. Ég nota bara venjulegt í dag.
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Tetra Rubin fiskamatur

Post by Vargur »

Tetra rubin, tetra prima og tetra pro fóðurlínurnar eru háklassa fiskamatur, ekki fyllt upp með ódýrum fylliefnum heldur einungis topphráefni og þó á samkeppnishæfu verði.
Hinn venjulegi fiskaeigandi sem vanalega gefur sæmilegt fóður sér þó ekki mikin útlitsmun á sínum fiskum á stuttum tíma. Það er frekar að heilbrigðið aukist og ónæmiskerfið styrkist ef passað er upp á að gefa gott fóður.
Post Reply