Fínn sandur í búrum

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Fínn sandur í búrum

Post by Andri Pogo »

Ég keypti mér stóran sekk af pool filter sandi því ég ætlaði að skella honum í stóra búrið fyrr eða síðar en ákvað að byrja á froskabúrinu svona til að prófa.
Mér finnst hann mjög flottur, skíturinn sést þó mun betur og eg veit ekki alveg hvernig er að ryksuga hann, hvort sandurinn fari bara með eða ekki.

En allavega hef ég verið að heyra skrítin hljóð frá dælunni sem er í búrinu, lítil Fluval 1 dæla og var að velta fyrir mér hvort sandurinn gæti farið illa með dælur?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Re: Fínn sandur í búrum

Post by Hrappur »

Andri Pogo wrote:Ég keypti mér stóran sekk af pool filter sandi því ég ætlaði að skella honum í stóra búrið fyrr eða síðar en ákvað að byrja á froskabúrinu svona til að prófa.
Mér finnst hann mjög flottur, skíturinn sést þó mun betur og eg veit ekki alveg hvernig er að ryksuga hann, hvort sandurinn fari bara með eða ekki.

En allavega hef ég verið að heyra skrítin hljóð frá dælunni sem er í búrinu, lítil Fluval 1 dæla og var að velta fyrir mér hvort sandurinn gæti farið illa með dælur?
þetta er léttur sandur sem þyrlast auðveldlega upp og getur skemmt dælurnar já . . þegar ég þríf mína stóru þá er nú samt miklu minna af sandi í henni en ég á von á . . nær ekki hálfri teskeið.

opnaðu dæluna og kíktu á hvað það er sem veldur óhljóðunum , ef það er sandurinn hækkaðu þá bara vatnsinntakið á dælunni .. fjær botninum .
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ljós sandur er oftast ömurlegur nema fyrstu vikuna, svo þarf maður sífellt að vera að ryksuga hann og róta í þannig hann líti vel út.
Það er í fínu lagi að ryksuga, eitthvað af sandinum fer kannski en hann situr sennilega í botninum á fötunni sem vatnið fer í þannig þú getur bara sett hann aftur í búrið.
Fínn sandur fer illa í dælur, taktu rótorinn úr og skolaðu allt.
Ég hélt reyndar að pool filter sandurinn væri ekki svo fínn að hann fari í dælurnar, eru ekki kornin ca. 2mm ?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

úff ég man ekki hvað hann var fínn, en hann er mjög fínn. búrið er enn hálf gruggugt útaf þyrlandi sandi, 2 sólarhringum eftir að ég lét hann í.

Annars líst mér betur á ljósan skeljasand, er hann ekki sérstaklega ætlaður fyrir malawi síklíður ?
Er eitthvað slæmt að hafa hann með "venjulegum" fiskum ?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

hann er um 1 mm og þegar þyrluspaðarnir á mínum amerísku fara í gang þá er allt út um allt ,í örfáar sekúndur .

skeljasandur hækkar ph gildið í búrinu svo það eru ekki kjöraðstæður fyrir td. amerískar síkliður ,en ekki hættulegt ,

og jafnvel spurning hvort að ph skipti svo miklu máli lengur ? líklega búið að rækta þessa fiska okkur í fleiri fleiri ár í glerbúrum sem hafa bara ph gildi þess vatns sem kemur úr krananum hjá hverjum ræktanda fyrir sig (segi ég án ábyrgðar).

ég er ekki klár á hvað eru kjöraðstæður fyrir drellana þína er þetta ekki ættað úr öllum heimsálfum ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skeljasandur er í fínasta lagi fyrir Malawi og Tanganyika sikliður og reyndar flesta aðra fiska sem ekki eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hörðu vatni. Sýrustig og búrfiskar eru í flestu tilfellum bara kerlingabækur og hálfsorglegt oft þegar verið er að fullyrða á spjallsíðum og annarstaðar að fiskar geti ekki verið í þessum eða hinum aðstæðum. Stöðugleiki í sýrustigi er meira atriði, sennilega er þó alltaf best að líkja eftir náttúrulegum aðstæðum fiskana ef kostur er.
Eins og Hrappur segir þá er búið að rækta flesta fiska í margar kynslóðir í búrum þannig þeir mundu sennilega ekki þekkja náttúrulegar aðstæðurþó þeim yrði sleppt þar.

Skeljasandur og hátt sýrustig kallar hins vegar oft fram þörungavöxt og sumir botnfiskar eru viðkvæmir fyrir hvössum brúnum skeljasandsins.
Ég sé þó ekkert að því að setja skeljasnad í búr ef hann heillar.
Post Reply