Ég er alveg ný í fiskabransanum og er með nokkrar spurningar ef þið vilduð vera svo góð að svara mér.
Keypti mér nýtt 54l búr sem öllu fylgdi, þ.e.a.s. loftdæla, hitari og hitamælir og kom því í gang. Setti loftdæluna af stað og hitarann stillti ég á 24°c. Hitamælirinn stóð í 29°c þegar ég setti hann ofan í og fór hægt og sígandi niður á við, þó aldrei neðar en 26°c. Í gærkvöldi stillti ég hitarann hins vegar á 25°c bara til að gá hvort hitamælirinn færi eitthvað niður (sem hann gerði ekki). Nú er búrið búið að ganga í 36 klst án þess að ná réttu hitastigi og ég einfaldlega tók hitarann uppúr. Og já, það kemur bara rautt ljós á hitarann annað slagið.
1. Getur verið að ég hafi átt að gera eitthvað sértstakt við hitarann áður en hann fór í vatnið?
2. Getur verið að hann sé eitthvað gallaður. þ.e.a.s. hitarinn?
3. Er kannski nóg að hafa bara loftdæluna í búrinu?
4. Ég er með guppy í kúlu 1kvk og 1 kk, langar að koma þeim í þetta búr og svo í framhaldinu, seinna meir, fleiri guppy og ryksugu. Er það ekki alveg raunhæft?
Með fyrirfram þökk fyrir svör
