Búrið mitt 120lítra myndir
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Búrið mitt 120lítra myndir
íbúalisti
2x Kribbar(par)
2x Skalar
2x Bláhákarlar
6x Zebra Danio
7x Cardinal
1x SAE
1x Corydoras
2x Ankistra
og síðast og ekki síst 1x Gúbbí
Ég hugsaði Cardinal og gúbbý sem mat fyrir kribbana en kribbinn er bara búinn með þrjú stykki.
Veit ekki alveg afhverju ég endaði með bláhákarlana, þeir eru ekkert svo spennandi fiskar nema þeir séu bara ekki að njóta sín hjá mér.
Myndir
Kv. Halldór Örn
2x Kribbar(par)
2x Skalar
2x Bláhákarlar
6x Zebra Danio
7x Cardinal
1x SAE
1x Corydoras
2x Ankistra
og síðast og ekki síst 1x Gúbbí
Ég hugsaði Cardinal og gúbbý sem mat fyrir kribbana en kribbinn er bara búinn með þrjú stykki.
Veit ekki alveg afhverju ég endaði með bláhákarlana, þeir eru ekkert svo spennandi fiskar nema þeir séu bara ekki að njóta sín hjá mér.
Myndir
Kv. Halldór Örn
Last edited by halldorn on 05 Apr 2011, 22:10, edited 1 time in total.
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Re: Búrið mitt 120lítra
Kribbi er varla ekki svo stór síklíða að hún sé að éta gúbbí og cardinal tetrur? Telst sem dvergsíklíða eiginlega eða er svona á mörkunum, allavega hef ég verið með þá í samfélagsbúrum án allra vandræða. En þeir hafa aldrei étið hjá mér cardinála eða neon en þeir geta verið svolítið að böggast í hinum fiskunum sérstaklega þegar þeir eru í hrygningarhugleiðingum.
Hlakka til að sjá myndir
Hlakka til að sjá myndir
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Re: Búrið mitt 120lítra
kribbinn hjá mér er frekar stór ég hef séð hann drepa tvær af þessum cardinal tetrum svo er hann á góðri leið með að éta corydoras búinn að bíta af honum munninn, er bara að sjá hvort hann hafi það af.Agnes Helga wrote:Kribbi er varla ekki svo stór síklíða að hún sé að éta gúbbí og cardinal tetrur? Telst sem dvergsíklíða eiginlega eða er svona á mörkunum, allavega hef ég verið með þá í samfélagsbúrum án allra vandræða. En þeir hafa aldrei étið hjá mér cardinála eða neon en þeir geta verið svolítið að böggast í hinum fiskunum sérstaklega þegar þeir eru í hrygningarhugleiðingum.
Hlakka til að sjá myndir
Málið er að hann borðar voða lítið af þurrmat fær sér bara cardinal þegar hann er svangur eða eitthvað...
ég náði ekki mynd af kerlingunni hún er bara inní helli spikfeit
Re: Búrið mitt 120lítra myndir
Það er ólíklegt að kribbi borði cardinala.
hann er bara að drepa þá, Kribbar einka sér svæði og vilja halda fiskum frá sínu svæði.
Svo eftir að hann drepur einhvern þá er ekki ólíklegt að hann eða aðrir fiskar
borði hræið.
Það er frekar níðingslegt að láta greyið corydorasinn vera enn þarna í búrinu
og með þessa áverka sem hann er með.
Hann á örugglega eftir að fá að finna meira fyrir því frá kribbanum
og drepast á endanum.
Það er að segja ef hann drepst ekki af þessum áverkum sem hann er með nú þegar.
Coryar eiga líka að vera fleiri en fimm saman og sumar tegundir jafnvel fleiri en 10 saman
því að þeir eru hópfiskar. (Social fishes)
Kribbar og corydoras eiga yfirleitt ekki saman, þar sem coryinn er botnfiskur
og kribbinn helgar sér svæði á botninum og vill ekki hafa aðra fiska þar í kring á sínu svæði.
Kribbarnir eru líklega að undirbúa hrygningu og verða því enn árásagjarnari á búrfélaga sína.
kribbinn mun taka þurrmatinn, bara gefðu því tíma, hann borðar þegar hann er svangur.
Myndi taka Coryinn og setja hann í annað búr, ekkert gaman að því að sjá
fiskana sína stressaða og alla í sárum eftir búrfélagana, eða dauða.
Alltaf gott að lesa sér til um hvaða fiskar passa saman áður en maður fær sér þá.
(og hvaða búrstærð og hvaða umhverfi hentar hverri tegund svo fiskarnir séu sáttir og líði
vel í umhverfi sínu)
hann er bara að drepa þá, Kribbar einka sér svæði og vilja halda fiskum frá sínu svæði.
Svo eftir að hann drepur einhvern þá er ekki ólíklegt að hann eða aðrir fiskar
borði hræið.
Það er frekar níðingslegt að láta greyið corydorasinn vera enn þarna í búrinu
og með þessa áverka sem hann er með.
Hann á örugglega eftir að fá að finna meira fyrir því frá kribbanum
og drepast á endanum.
Það er að segja ef hann drepst ekki af þessum áverkum sem hann er með nú þegar.
Coryar eiga líka að vera fleiri en fimm saman og sumar tegundir jafnvel fleiri en 10 saman
því að þeir eru hópfiskar. (Social fishes)
Kribbar og corydoras eiga yfirleitt ekki saman, þar sem coryinn er botnfiskur
og kribbinn helgar sér svæði á botninum og vill ekki hafa aðra fiska þar í kring á sínu svæði.
Kribbarnir eru líklega að undirbúa hrygningu og verða því enn árásagjarnari á búrfélaga sína.
kribbinn mun taka þurrmatinn, bara gefðu því tíma, hann borðar þegar hann er svangur.
Myndi taka Coryinn og setja hann í annað búr, ekkert gaman að því að sjá
fiskana sína stressaða og alla í sárum eftir búrfélagana, eða dauða.
Alltaf gott að lesa sér til um hvaða fiskar passa saman áður en maður fær sér þá.
(og hvaða búrstærð og hvaða umhverfi hentar hverri tegund svo fiskarnir séu sáttir og líði
vel í umhverfi sínu)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Búrið mitt 120lítra myndir
já hann meikar það alveg þetta er í annað sinn sem hann er svona vonandi að hann læri bara að halda sig frá kribbanum
Re: Búrið mitt 120lítra myndir
þetta er líka eflaust útafþví að kribbakerlingin hrygndi í gær eftir, 24 tímum eftir að hún kom i búrið
Re: Búrið mitt 120lítra myndir
fiskar eru ekki með rökhugsun hann mun ekki læra af þessu !!! óþarfi að vera að pinta dýr að ástæðalausu
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Re: Búrið mitt 120lítra myndir
pynta dýr, hann er nú bara að jafna sig.unnisiggi wrote:fiskar eru ekki með rökhugsun hann mun ekki læra af þessu !!! óþarfi að vera að pinta dýr að ástæðalausu
Viltu ekki bara útrýma öllum dýrum sem éta og ráðast á önnur dýr, held að við ættum nú fá dýr eftir í dýraríkinu.
Re: Búrið mitt 120lítra myndir
held að unnisiggi sé að meina, að af því að þetta er nú í annað skiptið sem þetta gerist,
er þá ekki kominn tími til að gera eitthvað í því?
við erum bara að reyna að hjálpa til
er þá ekki kominn tími til að gera eitthvað í því?
við erum bara að reyna að hjálpa til
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Re: Búrið mitt 120lítra myndir
já ef ég myndi sjá ástæður til myndi ég auðvitað taka hann frá. En þar sem kribbinn er ekkert að spá í honum núna þá er þetta ekkert að angra hann, borðar vel og andar.Elma wrote:held að unnisiggi sé að meina, að af því að þetta er nú í annað skiptið sem þetta gerist,
er þá ekki kominn tími til að gera eitthvað í því?
við erum bara að reyna að hjálpa til