smá pælingar
Posted: 14 Apr 2011, 23:03
Jæjja þá er ég búinn að dröslast með 180 L af sjó og láta 15 kg af live-rocki malla saman við gott hitastig í svona 2 vikur (sjór og dæla í 2 mánuði) S.s. salt og hitastig í lagi. Ég átti gamalt "multi-test", ég mældi nitrate nitrite og það kom ekkert "bleikt" á skalann, spurning hvort það sé í lagi með þetta, líklega um 3 ár síðan þetta var keypt. En spurningin er; á ég að kaupa nýtt test til að vera save?? og er nauðsynlegt að framkvæma fleiri test? Fer þetta ekki að verða save fyrir fiska (vill samt vera nokkuð viss)... ooooogg eitt í viðbót, er eðlilegt að það sé allt morandi í pöddum í/á live rock-inu? (jújú það er eðlilegt býst ég við, enda LIVE-rock, finnst þetta bara svoldið mikið)