dry start

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

dry start

Post by svanur »

Hér er mynd af 200 ltr sem ég hef verið með í dry start í 6 vikur.Ég er með HC sem skrælnaði upp á fyrstu 2 vikunum en er núna að gægjast upp aftur.ég var líka með Helferi sem bara dó,sennilega var ekki nægur raki í upphafi.Kannski er líf í rótarkerfinu og hann kemur upp seinna.Ég er að nota þessa aðferð.http://lowlightlowtechplanted.blogspot.com
Ég er með 4 cm mold og 4 cm fínan sand,12 kg mold og 18 kg sand.Ég ætla að leyfa þessu að malla eitthvað fram eftir sumri eða bara eins og þarf.
Takk fyrir að skoða. :)
Attachments
dry start
dry start
dúi 011.JPG (48.24 KiB) Viewed 18988 times
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: dry start

Post by keli »

Hvernig mold notaðirðu? Hefurðu engar áhyggjur af því að hún fljóti öll upp þegar þú setur vatn í búrið?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

Re: dry start

Post by svanur »

Ég nota moss peat sem ég hef kalkbætt,sýrustigið er í kring um 6,samkvæmt öllu sem ég hef lesið mig til um á þetta að ganga,ef ekki þá er ég alla vega búinn að reyna og læra fullt en með því að láta moldina malla í mánuð ætti hún að hafa náð nógu miklu niðurbroti til að halda og ég verð alla vega með 3 mánuði ef ekki meira.Ég fylli svo og tæmi 4 sinnum til að byrja með og skyfti svo um 50 prósent annan hvern dag fyrstu 2 vikurnar.set ekkert líf í búrið fyrr en mánuði eftir að ég fylli það.Ég veit ekkert hvernig þetta fer en þetta er skemtileg tilraun,ég skal pósta þróun mála á nokkura vikna fresti.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: dry start

Post by Agnes Helga »

Áhugavert verkefni og tilraun. Verður gaman að fylgjast með þessu hjá þer
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Ási
Posts: 423
Joined: 15 Nov 2010, 13:43
Location: mosó

Re: dry start

Post by Ási »

sammála seinasta ræðumanni
400l búr sem á eftir að verða monster búr og
búin að breyta nafninu í Ási úr red
Kv.Ásbjörn
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: dry start

Post by Elma »

Það verður gaman að fygljast með þessu!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Re: dry start

Post by Sven »

Er búrið ekki alveg lokað? Ertu ekki með vatn oní mölinni? Það sem ég hef séð að þessu þá er búrunum lokað alveg, t.d. með matarfilmu.
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

Re: dry start

Post by svanur »

Sæll Sven.
Jú ég er með vatn sem flýtur upp að yfirborði mölarinnar og svo úða ég kvölds og morgna með fiskabúravatni úr búri sem ég gef næringu í daglega(ei).Það er að gægjast upp aðeins meira af hc og svo eignaðist ég meiri p helferi í gær.Ég er búinn að binda smá mosa á ræturnar og rakinn í búrinu hefur aukist sem er mjög gott.ég er með 5 stk t5 perur 14 tíma á sólarhring.
Ég er með bæði Glerplötu og matarfilmu yfir búrinu.Allt gengur vel,það kemur góð gróðurhúsalykt úr búrinu þegar ég opna það og ekkert er að mygla svo kanski gengur þetta bara upp hjá mér.Ég var búinn að ákveða að ef hc myndi drepast þá myndi ég hafa þetta low tec en í dag lýtur þetta út fyrir að verða high tec.Ég ætla að vera með 2 t5 þegar vatnið fer í.Ég ætla að vera með rætur og grjót raðað frá fremra horni hægra megin að aftara horni vinstra megin,fremst hc, p helferi fyrir aftan,mosa og javafern á rótunum og ef ég kæmist yfir Staurogyne repens yrði það kærkomið.Í horninu verð ég svo með amason sverðplöntu sem býður spennt í of litlu búri.ég pósta aftur eftir nokkrar vikur. :D
Attachments
dry 004.jpg
dry 004.jpg (78.66 KiB) Viewed 18832 times
dry 003.jpg
dry 003.jpg (195.68 KiB) Viewed 18832 times
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

Re: dry start

Post by svanur »

Smá langdregið framhald af gangi mála.Þessi mynd er tekin frá sama sjónarhorni og sú síðasta en gróðurinn hefur tekið njög vel við sér.Ég stefni á að setja vatn í búrið eftir 3 vikur. :D
Attachments
hc
hc
IMG_2122.JPG (96.02 KiB) Viewed 18731 times
botnfiskurinn
Posts: 218
Joined: 23 Jan 2009, 09:18
Location: RVK

Re: dry start

Post by botnfiskurinn »

Hvað er að frétta?
400L Juwel Polypterus+
160L Polypterus uppeldi
svanur
Posts: 63
Joined: 26 Sep 2009, 21:36
Location: keflavik

Re: dry start

Post by svanur »

Sæll,ég var hálfpartinn að vona að þetta brölt mitt væri gleymt,ég var aðeins búinn að lesa of mikið á þessum erlendu spjallsíðum.Ég var með þetta dry start í tvo og hálfan mánuð og hleypti svo vatni á,hc var búið að breyða vel úr sér en þegar vatnið kom í og ég gróðursetti restina rótaðist mikil drulla upp sem síðan settist á 2 dögum.Plönturnar voru að fýla þetta en allt sem þurfti að gera í búrinu rótaði upp mold svo maður læddist um allt eins og heilaskurðlæknir til að hrófla við sem minnstu og hvað er gaman við það.Vatnið var alltaf smá telitað,ekki kristaltært og frekar súrt.Eftir 2 mánuði settist ég niður og sagði við sjálfan mig,þetta er rugl.Ég tæmdi búrið og henti bæði sandinum og undirlaginu og það gaus upp fýla af neðsta laginu sem minnti á útikamar á þjóðhátíð,við erum að tala um að ég kúgaðist.Þetta ætla ég aldrei að gera aftur o boy hvað þetta var stjúpit.ég þreif búrið og setti tropica undirlag og venjulega fiskabúramöl yfir.Allt er miklu betra ég get fært hluti til og athafnað mig,hc sprettur eins og illgresi og allt er á flottri siglingu.Mín niðurstaða er að mold verður aldrey aftur í fiskabúri hjá mér.Dry start er hins vegar sniðugt og ég ætla kannski að prófa það aftur seinna með tropica eða tetra undirlagi í minna búri.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: dry start

Post by pjakkur007 »

synd að það skuli ekki vera hægt að setja lyktina á netið :lol:
samt gaman að fylgjast með þessu, en miðað við þetta er þetta ekki eitthvað sem maður þarf að prufa
en endilega þegar þú prufar dry start aftur með eitthverju sniðugara leifðu okkur að fylgjast með :mynd:
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: dry start

Post by igol89 »

hvernig gengur þetta hjá þér?
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: dry start

Post by keli »

igol89 wrote:hvernig gengur þetta hjá þér?
Ég mæli með því að lesa aðeins (opna augun). Tveimur póstum fyrir ofan spurninguna þína kemur þetta fram:
svanur wrote:Sæll,ég var hálfpartinn að vona að þetta brölt mitt væri gleymt,ég var aðeins búinn að lesa of mikið á þessum erlendu spjallsíðum.Ég var með þetta dry start í tvo og hálfan mánuð og hleypti svo vatni á,hc var búið að breyða vel úr sér en þegar vatnið kom í og ég gróðursetti restina rótaðist mikil drulla upp sem síðan settist á 2 dögum.Plönturnar voru að fýla þetta en allt sem þurfti að gera í búrinu rótaði upp mold svo maður læddist um allt eins og heilaskurðlæknir til að hrófla við sem minnstu og hvað er gaman við það.Vatnið var alltaf smá telitað,ekki kristaltært og frekar súrt.Eftir 2 mánuði settist ég niður og sagði við sjálfan mig,þetta er rugl.Ég tæmdi búrið og henti bæði sandinum og undirlaginu og það gaus upp fýla af neðsta laginu sem minnti á útikamar á þjóðhátíð,við erum að tala um að ég kúgaðist.Þetta ætla ég aldrei að gera aftur o boy hvað þetta var stjúpit.ég þreif búrið og setti tropica undirlag og venjulega fiskabúramöl yfir.Allt er miklu betra ég get fært hluti til og athafnað mig,hc sprettur eins og illgresi og allt er á flottri siglingu.Mín niðurstaða er að mold verður aldrey aftur í fiskabúri hjá mér.Dry start er hins vegar sniðugt og ég ætla kannski að prófa það aftur seinna með tropica eða tetra undirlagi í minna búri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
igol89
Posts: 381
Joined: 12 Dec 2010, 04:13
Location: Álftanes

Re: dry start

Post by igol89 »

haha þetta fór alveg framhjá mér þegar ég var að lesa :lol: :lol:
Logi


________________________________________________-
240L að tæmast 180L tómt, 120L tómt, 30L rækjur
Post Reply