Búðir?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Búðir?

Post by Birkir »

Mig langar að koma af stað umræðum um gæludýraverslanir á Höfuðborgarsvæðinu.
Þar sem ég hef verið að fylgjast með hérna undanfarnar vikur hef ég ekki komist hjá því að sjá ný og ný nöfn af verslunum sem ég vissi ekki að væru til. Orðinn ansi hreint ringlaður á þessu :o
En þetta er auðvitað bara gott mál.

Ég er ekki á bíl þannig að ég hef kannski misst af uppgangnum í þessum bransa þar sem ég fer alltaf sömu leiðina í strætó. Pælingar.

Vona að þið getið skrifað inn nöfn á þeim verslunum sem fyrir finnast á þessu svæði.
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

okay...þetta eru búðirnar sem að ég veit um á Höfuðborgasvæðinu

Furðufuglar og Fylgifiskar
Trítla
Dýraríkið
Dýraland
Fiskabur.is

Þetta eru búðirnar sem að ég man eftir :P
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

fiskó
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

össs...steingleymdi ég fiskó :lol:
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Svo er ein búð í viðbót sem margir vita ekki af, en það er Dýralíf sem er í rauða húsinu fyrir ofan Gullinbrú. Stór og snyrtileg búð sem sérhæfir sig í ekta Japönskum Koi. Svo eru þeir líka með skrautfiska, en samt aðallega tetrur, gullfiska og þannig.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég hef farið tvisvar nýlega í Dýraland gengnt Kringlunni. Það er á hreinu að starfsfólk hefur mikil áhrif á búðir almennt.
Ég man þegar ég var síðast í fiskapælingum fyrir all nokkrum árum þá kíkti ég annað slagið í þessa búð og leyst ekkert á hana. Það var mikið kaos í henni, töluverður fnykur og búrin skítug, dauðir fiskar fljótandi og margir þeirra illa haldnir og litu bara alls ekki vel út. Þannig að ég sniðgekk þessa búð í nokkur ár.
Ég slysaðist inn í hana um daginn og þá er allt heldur bnetur breytt þannig að ég vona að þetta bad rep sem var á búðinni hverfi....er pottþétt horfin.
Það er afgreiðsludama þarna sem er tonn liðleg, hjálpsöm og nennir að hlusta endalaust á lúðapælingarnar hjá manni.
Ekki mesta úrval landsins af fiskum en góð búð til að heimsækja og versla nauðsynjar í.
Hólmfríður
Posts: 138
Joined: 19 Sep 2006, 02:49

Post by Hólmfríður »

Já, ég fór í þessa búð örugglega þegar að ég var svona um 12 ára og ég allveg fékk sjokk ...dauðir fiskar í hverju einasta búri ...allt allveg ekki ásættanlegt...ég allveg forðaðist þessa búð í mörg ár, en svo kíkti ég í hana um daginn og ég allveg Vá ! ...þetta er bara allt annað ^^,
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

einmitt. hún var einmitt komin með hrikalega vont repp og ég hafði ekki komið í hana í áraraðir út af slæmum búrum
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Dýragarðurinn er spáný búð í Síðumúla. Einhver reynsla komin á hana? Einhver búin(n) að kíkja?
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég veit allaveganna að ég og Vargur höfum báðir kíkt í hana og eflaust einhverjir fleiri

Þetta er alveg mögnuð búð, mjög snyrtileg, lágt verð, einhver sú flottasta dýrabúð í dag að mínu mati, góð þjónusta og já.
Þú verður bara að gera þér ferð þangað, sérð ekki eftir því
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Dýragarðurinn er kominn með pláss hér á spjallinu, sjá hér:
http://fjallabyggd.com/spjall/viewtopic.php?t=170
Þá er bara að vona að strákarnir fari að setja eitthað þar inn.

Ég kíkti í nýju verslun Fiskó í dag og óhætt að segja að þar er glæsilegasta gæludýraverslun landsins. Nú er helgarrúnturinn orðinn aldeilis skemtilegur, fínt að taka hringinn á Fiskó, Dýragarðinn og Fiskabur.is.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í dag í Fiskó.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég á eftir að kíkja í fiskó, hvar er hún aftur staðsett?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

holy shit. er það bara ég eða eru áhugi landsmanna á fiskum að margfaldast.? Búðir út um allt...
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Vargur wrote:Ég kíkti í nýju verslun Fiskó í dag og óhætt að segja að þar er glæsilegasta gæludýraverslun landsins. Nú er helgarrúnturinn orðinn aldeilis skemtilegur, fínt að taka hringinn á Fiskó, Dýragarðinn og Fiskabur.is.
Ég ákvað að skella mér í fiskó og er sammála þér um hana, þetta er orðinn heljarinnar hringur
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Er Furðufuglar og Fylgifiskar dáin búð?
Heyrði út undan mér að eigandinn eða einhver verslunarstjóri hafi verið mikill ameríku maður.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

FF er sem slík held ég alveg dáin, ég held að þau verði bara með fugla og þjónustu við fugla á nýja staðnum í Kópavogi.
Ég veit ekki til þess að þar hafi verið einhver sérstök áhersla á Ameríkusikliður.
Post Reply