Geymsla fyrir fiskabúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
jon86
Posts: 59
Joined: 28 Mar 2010, 23:52

Geymsla fyrir fiskabúr

Post by jon86 »

Sæl,

Ekki veit einhver hvar hægt væri að geyma eitt stk 190L trigon ? Eða fiskana úr því. Málið er að ég er að fara erlendis í tvær vikur og þarf að vera búinn að tæma íbúðina áður en ég fer.
Búrið er á höfuðborgarsvæðinu en íbúðin sem ég fer í er á Akureyri.

Ég er búinn að prófa að hafa samband við geymslur.com og geymslur eitt, hvorugir eru með innstungu fyrir rafmagn. Ef það hjálpar eitthvað þá er búrið með automatic feeder.

Það kemur einnig til greina að láta fiskana tímabundið í minna búr og stóra búrið í geymslu en þar sem þetta eru um 10 síklíður og 3 stórar ancistrur þá er það ekki mitt fyrsta val hehe.

Endilega látið mig vita ef þið hafið sniðuga lausn!
190L Juwel Trigon Samfélags
54L Rena Gubby búr
54L Rena Endler/Kribba seyðabúr
20L Hexagon Seyða-Rækjubúr
birgirs
Posts: 14
Joined: 10 Mar 2011, 16:49

Re: Geymsla fyrir fiskabúr

Post by birgirs »

Engin í fjölskyldunni eða einhver af vinum þínum sem getur geymt það fyrir þig?
Post Reply