Ancistrur með hrogn?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Doppla
Posts: 9
Joined: 31 Jul 2009, 02:43

Ancistrur með hrogn?

Post by Doppla »

Sæl öll þið fróða fólk!

Ég er með 60 lítra búr með 7 börbum, 2 ancistrum (held ég, allavega óskilgreindir ryksugufiskar sem ég keypti þegar ég setti upp búrið...) og svo vonandi einn lítinn dvergfrosk sem ég hef reyndar ekki séð í nokkra daga.
Allavega í fyrradag var ég búin að tak aeftir því að ég sá aldrei aðra ancistruna, allt í einu bara ein á ferð um búrið svo ég hreinlega hélt að hin væri kannski bara dauð einhvers staðar. Þannig að ég lyfti upp smá helli sem ég er með og fældi hina þá í burtu og sá hrúgu af hrognum þar. Ég skellti hellinum bara varlega aftur á sinn stað og það sem er væntanlega kallinn miðað við það sem ég hef nú lestið mér til um hvarf aftur þangað inn og hefur ekki sést síðan. Þannig að spurningar eru: ef hrognin ná að klekjast út, þarf ég að gera eitthvað sérstakt? Hvað með hitastig í búrinu (er með það í 25C)? Er ekki líklegt að blessaðir barbarnir mínir reyni að éta seiðin ef þau ná að klekjast út? Þeir eru svo ægilga gráðugir í allan mat sem þeir fá (þarf einmitt nánast að handmata litla froskinn til að hann fái eitthvað!)
Öll ráð vel þegin, væri gaman að sjá nokkur lifandi seiði út úr þessu...

Takk takk:)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Ancistrur með hrogn?

Post by Vargur »

Það eru til margar tegundir af börbum, hvaða tegund ertu með ?
En miðað við að þeir eru í 6o lítra búri þá eru þeir varla að fara að gera ancistu seiðum neitt.
Það getur þó verið ágætt að hafa steina eða eitthvað annað í búrinu með þröngum glufum á milli þar sem seiðin geta leitað skjóls.
Doppla
Posts: 9
Joined: 31 Jul 2009, 02:43

Re: Ancistrur með hrogn?

Post by Doppla »

Takk fyrir þetta. Ég veit ekki nánari deili á mínum börbum en að þetta eru gullbarbar og cherrybarbar, en hvort það segir þér eitthvað meira en litinn veit ég ekki;) Gullbarbarnir hafa stækkað slatta síðan ég fékk þá fyrir rúmu ári síðan (eða bráðum tveim) en cherry barbarnir eru alltaf svipaðir að stærð. Allir eru þeir ansi gráðugir í allan mat sem fer í búrið og átu svo grimmt frá froskinum að hann var orðinn nánast handmataður svo hann fengi eitthvað! Þess vegna datt mér í hug að þeir myndu alveg smjatta á litlum seiðum:)
Annars hef ég engin seiði séð ennþá en ancistru kallinn hangir ennþá inn í hellinum svo kannski er eitthvað að gerast... kemur allavega í ljós fyrr eða síðar :)
Svo er reyndar ein aukaspurning... nú er ég orðin nokkuð viss um að litli froskurinn minn sé bara horfinn yfir móðuna miklu... hef ekki séð hann í allavega rúma viku (birtist yfirleitt á nokkurra daga fresti og fékk þá mat, faldi sig undir drumb þess á milli). Þar sem þetta var orðið grunsamlega langur tími og hann kom ekki fram þegar ég set rækjur í búrið (uppáhaldið) þá lyfti ég drumbinum upp í dag og sá greyið hvergi og hef ekki séð tangur né tetur af honum... Getur svona "lík" bara eyðst upp á nokkrum dögum eða hvað??

Takk takk fyrir aðstoðina:)
Dopplan
User avatar
ellixx
Posts: 565
Joined: 02 Mar 2010, 12:42
Location: Hafnarfjörður

Re: Ancistrur með hrogn?

Post by ellixx »

Ancistrur eru nokkuð fljótar að vinna á hræjum dauðra fiska og ervit getur verið að greina bein smára dýra í sandinum.
barbar eru frekar mikklir böggarar og ég hef séð barba og neontetru taka frá mér ancistruseiði sem var reyndar en með kviðpokann.
en þegar þau eru orðin svört og vel syndandi er þetta kanski ekki áhyggjuefni.
passaðu þig að lifta hellinum ekki upp ,láttu þau heldur koma út að sjálfum sér þá eiga þau meiri séns.

kveðja
Erling
180 lítra juwel.
54 lítra mp. til sölu
30 lítra tetra. gaf brósa :)
1200 lítra rekki. hættur ....... selt ,hent
Canon EOS 500D
Sigma 18-200.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Ancistrur með hrogn?

Post by Elma »

Vil líka bæta við einu að froskar eiga að vera stakir eða með öðrum froskum í búri
og fiskar eiga að vera með fiskum í búri :wink:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply