Ég tók eftir því í dag að gullfiskurinn minn er kominn með einhverja sýkingu á búkin á sér, og ég hef ekki hugmynd um hvernig sýking þetta gæti verið. Mér datt í hug sveppasýking eða eitthvað skylt því, en svo er líka skrítið að það er eins og það sé einhver svipuð sýking á ugganum á honum. Þar sem hluti af ugganum vantar. Það væri mjög gott að fá hjálp frá ykkur, en ég sendi myndir sem að eru hér sem þið getið skoðað og litið á. En sárið sjálft á búknum er mun hvítara en sést á myndinni og er frekar rifið og gróft að sjá endilega hjálpið
Oft hjálpa upplýsingar til um aðstöðu fisksins, t.d. stærð búrs, hvernig vatnaskiptum er háttað, fóðrun og svona. Annars er ég ekki viss með þetta sár, vonandi getur eitthver hjálpað þér.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Agnes Helga wrote:Oft hjálpa upplýsingar til um aðstöðu fisksins, t.d. stærð búrs, hvernig vatnaskiptum er háttað, fóðrun og svona. Annars er ég ekki viss með þetta sár, vonandi getur eitthver hjálpað þér.
Takk btw fyrir að minna mig á hehe, maður gleymir alltaf að gefa mikilvægustu upplýsingarnar þegar að maður er með áhyggjur hehe
ég kom í hús um daginn þar sem var fiskur sem var svona útlýtandi og það eina sem ég fann að var að það var svæsin nitrit mengunn í búrinu og fiskurinn virtist hafa gert sér þetta sjálfur þ e s hann virtist taka mikla spretti í búrinu og reina að synda utaní hluti til að klóra sér eða eitthvað...
þar hafði vatnsskiptum verið þannig háttað að skipt var um 20-25% vatn á 2 viknafresti sem hefði kanski verið allt í lagi ef ekki hefði verið gefið alltof mikið í búrið því þegar ég ryksugaði mölina þá varð vatnið dökk brúnt í suguni og á 3 mánuðum var búið að gefa nærri fullan 500 ml stauk af fiskafóðri fyrir 2 gullfiska
Best að láta kallin í 20lítra tunnu með loftdælu og láta 3grömm per liter af grófu kötlusalti ofaní hægt og rólega á 3 daga tímaskala. Og lyfja vatnið með tetra General tonic.
Veit að þetta hljómar nazty en þetta hefur reddað öllu veseni hjá mér í stóra gullfiskabúrinu . Bara taktu tillit til hversu slappur hann er og bæta saltinu við hægt og rólega , klára það process á 3 dögum. Svo einhverntíman í millitíðinni sem þú hefur ekki verið ný búinn að bæta salti að lyfja kallin upp með general tonic.
Hann gæti þurft að vera 3 vikur í tunnuni , passaðu að skipta um 2lítra á dag og helst láta loftdælu ofaní með loftstein. Og gott væri að láta eitthvað ofaní sem hann getur falið sig til að minnka allt stress.
Myndi gera annað hvort, en saltið er best og náttúrulegasta lausnin við vandamálum.
Halda vatninu góðu og salta, þá fær hann ekki sýkingu eða fungus í sárið.
Vil samt minna á að salt eyðileggur gróður.
og það þarf að passa að salta ekki of mikið,
heldur fara eftir leiðbeiningunum hér á síðunni.