Ein ný hér

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
litla rjúpa
Posts: 27
Joined: 08 Jun 2011, 12:48

Ein ný hér

Post by litla rjúpa »

Hæ,

Ég er ný hér og ný í þessum bransa.
Ég var að fjárfesta í 70L búri með dælu og hitamæli í.
Ég er með 2 slæðu-gullfiska í og er búin að vera að skoða hvaða fleiri fiskitegundir ég get bætt við í hópinn.
Og eru þetta þau sem að ég hef heyrt talað um; Sverðdraga, Molly, Platy, gubby, Neon Tetrur ofl.

Mig langar til að hafa humar/humra í botninu 1-2 og mig langar líka í ryksugur.
Ég er með lifandi gróður í búrinu, svo spurning hvaða fiska má hafa með slæðu-fiskum og lifandi gróðri :)
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: Ein ný hér

Post by Tango »

Humar gengur ekki með gróðri hann étur hann allan, humar er mest á ferðinni á nóttunni þegar fiskarnir leggjast á botninn og eru auðveld bráð fyrir humarinn sem segir ekki nei við góðri fiskmáltíð svo þetta fer ekki vel saman, gæti gengið í einhvern tíma en fiskarnir fara hægt og sígandi að tína tölunni...ancistrur ryksugufiskar fara vel með flestum fiskum svo það er allt í lagi og allir hinir sem þú taldir upp geta verið með gullfiskunum en ef þú villt að þeir fjölgi sér .....not so much gullfiskar borða alveg gjörsamlega endalaust og allt sem þeir komast í þar með talið seiði frá öðrum fiskum svo stækka þeir töluvert meira en allir þessir fiskar svo þú verður örugglega komin með 2 búr áður en þú veist af :)
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Ein ný hér

Post by Agnes Helga »

Ég hef yfirleitt heyrt að gullfiskar gangi einna helst með öðrum gullfiskum enda kaldvatnsfiska, ég gafst upp á að hafa minn gullfisk með skölum og fl. í samfélagsbúri því mér fannst hann aldrei njóta sín almennilega. Hann var í vasa alltaf, henti honum þarna í búrið bara tímabundið..
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
litla rjúpa
Posts: 27
Joined: 08 Jun 2011, 12:48

Re: Ein ný hér

Post by litla rjúpa »

Ég keypti í gær 2 neon tetrur bara til að prófa að hafa með í búrinu, og viti menn þegar ég vaknaði í morgun var bara 1 tetra ! þá hefur eflaust einn gullfiskurinn étið hana :(

Langar allra helst bara að losna við þá,því þá hef ég meiri möguleika á að fá mér hina og þessa kaldvatnsfiska í búrið. Á eftir að stúdera þetta aðeins meira :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Ein ný hér

Post by Agnes Helga »

Gullfiskar eru kaldvatnsfiskar, hinum, þ.a.s. t.d. neon og fleiri tegundum líður betur í heitara vatni. Já, mæli með að stúdera þetta og skoða hvaða þema þú villt hafa og hvað passar í þína búrstærð. Síðan eru tetrur hópfiskar og una sér best 5 eða fleiri.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: Ein ný hér

Post by Tango »

við eigum enn fyrsta gullfiskinn okkar hann er búinn að búa í mörgum búrum en gengur varla með nokkrum fisk vegna stærðar sinnar svo hann endaði í síklíðu búri og sæmir sér vel þar, soldið heitt fyrir hann kanski en hann étur engann og enginn reynir að éta hann :) ég þyrfti hellst sér búr fyrir hann en tími því ekki undir 1 gullfisk, þetta endar bara á einn veg hjá þér....annað búr undir þá fiska sem þig langar í eða losa þig við gullfiskana.... gaman gaman ég er kominn með 7 búr sem er lítið miðað við marga sem ég þekki hehe og ég byrjaði með 1 gullfisk ;) gangi þér vel
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: Ein ný hér

Post by Agnes Helga »

Já, ég byrjaði eimmitt með eina litla kúlu með gullfisk í, sem fljótlega varð að 60 L búri, sem varð að 85 L búri, sem varð að 250 L búri og so on, í dag er ég með 5 fiskabúr, 400 L, 300 L, 220 L, 85 L og 60 L.. Það er nefnilega ansi erfitt að ákveða hvað maður vill hafa í búrunum :P Annars finnst mér svolítið flott að hafa bara gullfiskabúr, en ég tími ekki neinu af búrunum mínum í það enþá en langar alltaf pínu að hafa fallega gullfiska í stofubúrinu en ég tími ekki að láta Jack Dempsey parið mitt :P
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Ein ný hér

Post by jonsighvatsson »

litla rjúpa wrote:Hæ,

Ég er ný hér og ný í þessum bransa.
Ég var að fjárfesta í 70L búri með dælu og hitamæli í.
Ég er með 2 slæðu-gullfiska í og er búin að vera að skoða hvaða fleiri fiskitegundir ég get bætt við í hópinn.
Og eru þetta þau sem að ég hef heyrt talað um; Sverðdraga, Molly, Platy, gubby, Neon Tetrur ofl.

Mig langar til að hafa humar/humra í botninu 1-2 og mig langar líka í ryksugur.
Ég er með lifandi gróður í búrinu, svo spurning hvaða fiska má hafa með slæðu-fiskum og lifandi gróðri :)

Gullfiskar ganga ekki með neinu nema brúsknefs ryksugum og sniglum , einnig rústa þeir flestum gróðri með að rífa hann upp með rótum , sem þeir virðast gera uppa fjörið. Ekki fá þér venjulegan ryksugu fisk , brúsknefurinn er osom en þessi venjulega fer í heilagt stríð við gullfiskana.
Ekki fá þér eplasnigla því þeir eru óþolandi þeir stúta plöntum með að raspa ræturnar á þeim....... drasl plágusniglar

2. 1stk gullfiskur þarf 60 lítra búr og auka gullfiskur þarf 20lítra því þeir verða stórir og menga mikið.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Ein ný hér

Post by Elma »

hef nú aldrei heyrt þetta um eplasnigla eins og þú ert að halda fram, JónSighvatsson.

Ég hef haldið marga eplasnigla í mismunandi búrum, og hef aldrei lent í því að þeir
eyðileggja plöntur.
Svo er hægt að koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér um of,
með því að taka hrognaklasana sem þeir skilja eftir sig.
Sem þeir festa yfirleitt upp í lokið á búrinu.

Það er fínt að gefa þeim gúrku öðru hverju og botntöflur.

En gullfiskarnir róta upp og eyðileggja plöntur.
En ættu að ganga með þykkblöðungum, eins og t.d Anubias
og jafnvel risa vallineriu.

Ancistrur ganga með þeim og corydoras.
Allavega er það mín reynsla.
Það eru margar Corydoras tegundir sem vilja vera í svalara vatni en aðrar.
Það þarf bara að lesa sér til um það hverjar það eru.

Er að hugsa um búr þar sem eru 10-15cm gullfiskar og pleggi.
Það er að ganga upp og hefur gert í mörg ár.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
jonsighvatsson
Posts: 185
Joined: 24 Jun 2010, 12:06

Re: Ein ný hér

Post by jonsighvatsson »

það eru til 100 tegundir af því sem við köllum eplasnigla og 70% af þeim rústa gróðri. Erlendis er gulur eplasnigill sem rústar heilu hrísgrjóna uppskerunum
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: Ein ný hér

Post by Tango »

Ég er með 3 risa stóra gula eplasnigla í aðal gróðurbúrinu mínu og þeir hafa ekki skemmt neina einustu plöntu, þeir eru hinsvegar mjög duglegir við að þrífa þær af þörung og glerið einnig svo búrið er alltaf mjög hreint og fínt, ég er líka með ancistru brúsknefjapar og um 40 seiði frá þeim og sverðdraga í sama búri, einhverja gúbbý,venusar tetrur, svartneon tetrur, nokkra sae og rækjur og lifa allir í sátt og samlyndi með gróðrinum :)
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
User avatar
pjakkur007
Posts: 311
Joined: 02 Feb 2010, 21:53
Location: Tálknafirði
Contact:

Re: Ein ný hér

Post by pjakkur007 »

jonsighvatsson wrote:
Gullfiskar ganga ekki með neinu nema brúsknefs ryksugum og sniglum , einnig rústa þeir flestum gróðri með að rífa hann upp með rótum , sem þeir virðast gera uppa fjörið. Ekki fá þér venjulegan ryksugu fisk , brúsknefurinn er osom en þessi venjulega fer í heilagt stríð við gullfiskana.
Ekki fá þér eplasnigla því þeir eru óþolandi þeir stúta plöntum með að raspa ræturnar á þeim....... drasl plágusniglar

2. 1stk gullfiskur þarf 60 lítra búr og auka gullfiskur þarf 20lítra því þeir verða stórir og menga mikið.

þetta er ekki alveg rétt hjá þér með gullfiskana ég er með 5 gullfiska í 400L búri og í því eru plöntur cory, síkliður, upside down catfish, pleggi, gibbi, brúsknefi (sem fjölgar sér) og SAE. og lengi vel voru 10 guppy fiskar í því líka þangað til ér fékk mér sér búr fyrir þá (sannkallað samfélags búr) smásniglar þrífast ekki innan um þá svo það er útúr myndini að eplasniglar geti fjölgað sér með þeim en ég var lengi með 2 eppla snigla í búrinu líka en fálmarnir hverfa fljótt af þeim því gullfiskarnir narta í þá.

ps
að setja gullfisk í 60L búr er eins og að setja mann í herbergi sem er 180 cm X 360cm og ekki hleipa honum ekkert út eða hund í búri sen er 120 cm X 240 cm og það er eina svæðið sem hann hefur.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Ein ný hér

Post by Elma »

@ jón Sighvatsson:
Það fæst bara ein tegund eplasnigla hér, Pomacea bridgesii,
(þannig að ég held að enginn hér á landi þurfi að hafa áhyggjur af "Hinum Hundrað sem eru til ama")
og eru til í held ég fjórum litum, gulum, röndóttum, brúnum og bláum.
Hef ekki séð neinar aðrar tegundir undir því nafni her á landi.
kannski eru fluttar inn einhverjar aðrar tegundir, sem eru svipaðar,
en það eru sniglar sem eru þá sérinnfluttir.

Pomacea bridgesii er algengastur hér á landi af því sem kallast Eplasnigill.
Og einnig algengasta Eplasnigla tegundin sem er seld í Fiskabransanum.
Ef fólk lendir í einhverjum öðrum snigli hér á landi, þá ætti það að vera frekar óalgengt.

Það koma sniglar með t.d gróðri sem kallast plágusniglar,
sem eru t.d Marisa cornuarietis, Melanoides tuberculata, Acroloxus lacustris,
Gyraulus sp, Lymnaea peregra og Physa fontinalis svo eitthvað sé nefnt.

það eru svo auðvitað til sniglar sem eru í sölu ætt/fjölskildu (family) og Eplasniglar (Pomacea bridgesii)
En Eplasnigillinn sem fæst í búðunum, er ekki þessi "Hræðilega týpa" sem þú ert að lýsa...

-------------------
Gleymdi að taka það fram að gullfiskar éta litla snigla
eins og Pjakkur nefnir hér að ofan.
Og þeir gætu angrað stærri snigla það mikið að sniglarnir drepast.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply