Ég er orðinn Afi!!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
mundivalur
Posts: 58
Joined: 20 Sep 2006, 17:06

Ég er orðinn Afi!!

Post by mundivalur »

Smá auka Fyrstu Johanni seiðin mín eru komin í heiminn Jóhann veiki er pabbin en Jóu og seiðunum líður bara vel eitthvað nálægt 18-24stk.
Það var alveg frábært að sjá hana taka öll seiðin upp í sig aftur ef hún var eitthvað stressuð, bara eins og spagetti og hrista sig smá á milli til að laga til í munninum alveg frábært!!!

Image

Ps. Mér tókst að láta inn mynd :) Þetta er mamman með seiði/egg á fyrstu viku!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Til lukku, það er stórfenglegt að sjá þessar aðfarir hjá þeim og ekkert sjálfgefið að kerlingarnar passi svona vel uppá seyðin, sumar skipta sér ekkert af þeim.
mundivalur
Posts: 58
Joined: 20 Sep 2006, 17:06

Post by mundivalur »

En hvenar er í lagi að taka mömmuna frá þeim?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef að hún og seyðin eru í sér búri þá bara sem fyrst.
Post Reply