Var að spá hvort að það skipti miklu máli upp á líf plantna hvernig
ræturnar liggja...?
Skiptir máli að þær séu mjög þétt saman, eða má það, eða þurfa ræturnar
að vera vel dreifðar?
ræturnar sjá alveg sjálfar um að dreyfa úr sér þannig að ekki hafa áhyggjur af því en það er hinsvegar eitt sem ég hef heyrt og ég geri alltaf og það er að þegar þú setur plöntuna niður þá sé best að toga örlítið í hana svo að ræturnar snúi niður því annars er víst hætta á að þær liggji rétt undir yfirborði malarinnar og fiskarnir eiga auðveldara með að grafa hana upp aftur