Ég er með gamalt 530l akvastabil búr sem mig langar að selja. Búrið sjálft er orðið svolítið gamalt, en með smá þrifum þá getur það litið alveg ágætlega út. Með fylgir skápur undir búrið, sem er uþb 3 ára gamall og sér lítið sem ekkert á honum. Búrið er 160x60x60, með heimasmíðuð loki og einni t5 peru.
Þetta er tilvalið fyrir fólk sem vill fá sér stórt búr fyrir lítinn pening.
Einnig er ég með til sölu svarta arowönu - Osteoglossum Ferreirai. Hún er um 60cm og er í þessu búri. Ef þú vilt arowönuna þá færðu hana á 40þús, og búrið í kaupbæti
