Ég er ekki að finna út hvað þessi blaðra er hún virkar full af vatni og glær, búin að vera þarna í tæpar 2 vikur bráðum án þess að breyta lit né lögun . Bletturinn er mun stærri en hvítbletta ..blettur. Dettur í hug fiskasveppur en hefði haldið að hann mundi ágerast . Aron pálma klægjar undan þessu helvíti sé hann stundum reyna að klóra sér á sömu hlið og bletturinn er. allavegana voru og eru no2 og no3 í lágmarki ,, ammóniak í núll.
Svo hefur ekki komið neitt nýtt í búrið í langan tíma 2 mánuði +
Mér tókst ekki að ná betri mynd því hann er alltaf á hreyfingu , prófaði að gefa honum að éta til að hægja á honum en það var ekki nóg
