Nokkrar spurningar um hraun og Ancistuna

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
adidas
Posts: 24
Joined: 17 Mar 2011, 00:47

Nokkrar spurningar um hraun og Ancistuna

Post by adidas »

Ég held að ég sé í smá vandræðum með Ancistuna mína. Var að fá hana í dag og núna síðustu klukkutímana hefur hún verið í felum á bak við steina og neitar að fara þaðan. Er þetta kannski eðlilegt, svona miðað við að hún er mjög ung (lítil) og ný í búrinu? Það er eins og hún sé að drepast úr hræðslu greyið :(

Svo var ég að spá í með hraunið. Kallinn kom heim með rosalega flott hraun sem hann fann...já...út í hrauni ;) en það er myglulykt af því :/
Ég fleygði því út á svalir út af lyktinni sem gaus svo sterk upp þegar ég þreif grjótið en var að spá hvort það mætti samt fara út í fiskabúrið? Myndi lyktin smita út frá sér? Eða er kannski bara "e-ð að" grjótinu? :oops:
Tango
Posts: 162
Joined: 15 Apr 2011, 10:44
Location: Hafnafjörður

Re: Nokkrar spurningar um hraun og Ancistuna

Post by Tango »

Ancistrur fela sig yfirleitt alltaf sérstaklega þær litlu svo það er eðlilegt þær eru meira á ferðinni á nóttunni, ég er með soldið af hrauni í stóra búrinu mínu og það hefur gengið nokkuð vel upp bara þrífa það vel áður en þú setur það í, lyktin er líka eðlileg, það var mosi á einum hraunmolanum hjá mér og fiskarnir voru alveg vitlausir í að borða hann og varð ekki meint af. Passaðu þig bara á að nota ekki nein efni til að þrífa grjótið bara vatn.
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
adidas
Posts: 24
Joined: 17 Mar 2011, 00:47

Re: Nokkrar spurningar um hraun og Ancistuna

Post by adidas »

Ég skolaði grjótið bara í vatni og svo uppúr suðuvatni, svona til að tryggja það að drepa allt óæskilegt ;) Vona að það hafi tekist.
Fyrst myglulyktin er eðlileg þá er bara um að gera að skutla því í búrið :)

Flott að heyra með Ancistuna. Var farin að hafa smá áhyggjur af litla krílinu þarna. Alveg sama hvað ég "potaði" í hana þá var ekki séns að hún fari af felustaðnum en hún er búin að finna sér nýjan eftir nóttina
Takk kærlega fyrir svarið :)
Post Reply