Convict seiði

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Convict seiði

Post by Rodor »

Það er komin hellingur af Fanga síkliðu seiðum í búrið hjá mér.
Hér eru myndir.


Image


Það er sami sauðasvipurinn á hrygnunni og seiðunum.

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

til hamingju. það er það sama að gerast hjá mér. Skelli inn myndum í kvöld :D
helgi1111
Posts: 72
Joined: 11 Oct 2006, 09:16

Post by helgi1111 »

það er búið að gerast einu sinni hjá mér og gekk allt vel en til hamigu ég vona að þetta lifi
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Image

Hér er ný mynd af seiðunum. Það er rosalega erfitt að ná myndum af svona litlum seiðum. Seiðið er svona tvisvar til þrisvar sinnum minna heldur en það kemur út á mínum 17" skjá.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Lifa seiðin hjá þér?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Já, seiðin lifa flest og fara ört stækkandi. Ég þarf að fara að senda inn myndir af þeim.
Ég sendi foreldrana yfir í stærra búrið og þar tóku þau upp á því að hrygna aftur. Ég var ekki alveg sáttur við að fylla það búr af Fangasíkliðum svo ég færði þau yfir til eldri afkvæmanna, þau vildu éta afkvæmin, en hefur ekki tekist það enn.
En kviðpokaseiðin sem komu í seinni hrygningunni voru étin fljótlega eftir að foreldrarnir voru teknir frá þeim.
Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við þessi Fangasíkliðuseiði almennt, en ég hef svo sem hugsað um að þau gætu verið fóður fyrir aðra fiska, annað er varla hægt vegna mikillar viðkomu hjá þeim.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessir fiskar hrygna alveg ótrúlega mikið.
Eg setti reglulega seiði í búrið hjá frontosunum til átu en örfá komust undan og stækkuðu. Ég gaf þau svo annað.
Nú er ég alveg hætt að taka frá seiðin, bæði hjá concict og brichardi en þessir fiskar hrygna óhemju oft.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply