vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by spawn »

Jæja... núna líður að því að ég setji upp 180l búr... hugmyndin er að vera með malawi búr það er helling af steinum og mjög lítið af gróðri.

ég er búin að ná mér í heilan innkaupapoka af sandi (fínum) sem ég ætla að nota í grunn og einhvað af steinum (teknir úr lækjum hingað og þangað.)

núna vantar bara íbúa. þar sem búrið er ekki nema 100 cm langt þá koma ekki allar gerðir til greina. en mig vantar hugmyndir af minni síkliðum og litsterkum.

að mig minnir þá þarf að vera 1:3

endilega komið með hugmyndir og ég vinn úr því
Ef ég banka á hurðina þína þá er það ekki að ástæðulausu
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by Agnes Helga »

Dettur í hug ýmsar mbunur, t.d. yellow lab, red zebra, cobalt blue, mpanga og svona týpur sem eru í rólegri kantinu m.v. margar aðrar. Bara að passa að yfir fylla ekki búrið.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by spawn »

ekki séns.. enda verður það 1:3 eða 2:6
Ef ég banka á hurðina þína þá er það ekki að ástæðulausu
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by Agnes Helga »

Hvaða tegund ertu með þá í huga frá malawí vatni? Af hverju ertu að leita sérstaklega eftir?
Já, Svona til viðmiðunar þá er ég t.d. með misjafnt bara, t.d. 3 y.l., 3 cobalt blue og 2 high reef eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um kyn á og allt í góðu. Er með 300 L malawi með mpanga, cobalt blue, höfrungasíkliðum (x4), yellow lab, red zebra og þarna high reef eitthvað.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by spawn »

ég er ekki alveg búinn að ákveða en var að spá í að hafa blandað af hrygnum t.d. 1 Y.L. hæng og hrygnu og 1 stk cobalt b. en veit ekki með næstu hrygnu. það er þá þriðju
Ef ég banka á hurðina þína þá er það ekki að ástæðulausu
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by Agnes Helga »

Ýmsar mbunu tegundir geta parast saman og gefið af sér blendinga, ertu að ekki að tala um að hafa 1 kk á móti 3 kk af sömu tegund? Eða ætlaru ekki að hafa fleiri fiska en 4 í 180 L??
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by spawn »

ætla að vera með 1 kk á móti 3 kvk... annað væri gay lol og vonast eftir einhverju spennandi útkomu
Ef ég banka á hurðina þína þá er það ekki að ástæðulausu
Toni
Posts: 488
Joined: 05 Nov 2006, 12:41

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by Toni »

ég er með 400L Malawi búr og það er vel yfirfullt en ALLIR fiskarnir hafa það gott og engin læti í búrinu. ÖLL pörin eru að hrygna á fullu hjá mér. ég er með blöndu af Mbuna, Utaka og einnig par af Frontosu. þetta búr er búið að vera í gangi í rúmt eitt og hálft ár og á þeim tíma hafa tveir fiskar dáið úr því.

Þannig ég myndi segja ekkert vera endilega með of fáa íbúa heldur, það er svo flott að hafa nóg af þeim ;) en þettaer bara mitt álit og margir kannski á móti því. en ég er samt örugglega að fara að auglýsa nokkuð marga fiska til sölu bráðum, meðal annars svona 4 fullvaxna yellow lab, tríó af Mpanga (1 kk og 2 kvk) sí hrygnandi og helling af öðrum fiskum.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by Agnes Helga »

Já, þá er möst að hafa dælubúnað m.v. fjölda fiskana býst ég við. Fylgist með því þegar þú auglýsir, alltaf hægt að bæta :D hehehe
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by spawn »

er með eheim 2225 tunnudælu á að taka einhvern hellings lítra á klst...þannig að hreinsun á vatni verður ekkert mál
Ef ég banka á hurðina þína þá er það ekki að ástæðulausu
spawn
Posts: 131
Joined: 27 Sep 2008, 18:00
Location: Vesturland undir Grábrók

Re: vantar hugmyndir af fiska samsetningu

Post by spawn »

hér er 1 hugmynd af samsetningu en hvort hún virki það er aftur á móti ykkar að dæma..

kk: Aulonocara "black top"
kvk1: Aulonocara cobué
kvk2: Aulonocara stuartgrant chipoka
kvk3: Aulonocara orange blot.
þetta eru 2 fiskar sem eru í lit það er að segja kk og kvk 3 en kvk 1 og 2 eru brúnleitar
Ef ég banka á hurðina þína þá er það ekki að ástæðulausu
Post Reply