Page 1 of 1

spurningar um búnað í saltvatnsbúr

Posted: 04 Aug 2011, 20:54
by S.A.S.
Eftir miklar pælingar þá hef ég ákveðið að koma mér upp saltvatnsbúri. en til þess þarf maður að saga af sér hendina hvað varðar peninga í þessum búrum þannig að ég spyr:

hverjir selja búnaðinn á góðu verði, eru þið að panta þetta sjálf að utan?

Eru menn almennt að smíða sína eigin sumpa?

og með yfir falli er málið að bora fyrir því í annahvort botninn eða bakið, eða eru þessir hengdu eitthvað verri ?

ef þessu boruðu eru betri getur þá einhver bent mér á góða hönnun í þeim málum ?

sorry er með svona milljón aðrar spurnigar en ætla bara að koma þessu svona í rólegheitunum að ykkur :)

kv.

Re: spurningar um búnað í saltvatnsbúr

Posted: 04 Aug 2011, 23:04
by Squinchy
Best að gera verðkönnun fyrir hvern hlut sem á að kaupa, geta verið mis dýrir milli búða

ef þú veist hvað þú vilt láta sumpinn gera þá er örugglega betra að smíða hann sjálfur, en þú þarft að vita hvað þú ert að gera og hvernig þú vilt að hann virki

Bora er betra en HOB over flow, ef þú ert að skoða þetta með All In huga þá er bean animal overflow málið

Re: spurningar um búnað í saltvatnsbúr

Posted: 04 Aug 2011, 23:16
by S.A.S.
já þetta er soldið eins og kárahnjúkavirkjun en örugglega gott :D
ég er búinn að vera skoða og lesa frá því að ég setti spurniguna hérna og rakst á Durso Standpipes er ekki málið að hafa þetta tvöfalt það er að segja eitt sem er aðeins hærra svona just in case

önnur spurnig með sumpinn hvað þarf maður að hafa stóran sump fyrir 500l búr.
ég sá lítinn sump sem þú varst eða ert með á sölu squinchy þar sýndist mér þú vera með skimmer í fyrsta hólfi er það rétta og ef svo er það málið ?

ég veit svo sem ekki mikið í þessu en það sem ég hef séð á netinu þá er oft live rock eða bioballs í fyrsta hólfi skimmer í öðruhólfi og svo returnpump í því þriðja er ég út á túni með þetta ?

Re: spurningar um búnað í saltvatnsbúr

Posted: 05 Aug 2011, 09:32
by DNA
Fyrst þú ert að smíða búr vill ég benda á það að góður undirbúningur er mjög mikilvægur.
Vertu viss um að þú sért með það á tæru sem þú ert að gera því lengi býr að fyrstu gerð og erfitt er að breyta eftir á.
500 lítrar er ágæt stærð fyrir sjávarbúr en ef þú getur haft það stærra mæli ég með því til að forðast hugsanlegan stækkunarkostnað síðar.

Í undirbúrinu mæli ég með þörungaræktun og próteinsíu.
Síupokar, kol, kalkmyndun og fleira er eitthvað sem þú villt hafa pláss fyrir líka.

Hér er mín útgáfa af yfirfalli.
Opna rörið hefur mjög lítið flæði og fleytir af filmunni sem vill þekja yfirborðið.
Image

Hvað ætlarðu að hafa í búrinu?

Re: spurningar um búnað í saltvatnsbúr

Posted: 05 Aug 2011, 20:05
by S.A.S.
þörunga ræktun ? en hvað með skimmer

Ég hef svo sem ekki ákveðið hvað ég ætla að fá mér í það er það ekki auka atriði er þetta hobby ekki til að svala græju sýkinni hjá flestum :D segi svona, markmið eitt er að koma mér fyrst upp búrinu og öllu tilheyrandi.
það sem heillar mig mest í þessu er live rock, live sand og kvikindin sem fylgja því, hvað ert þú með ?
Er einhvað sem þú mælir með fyrir byrjanda ?

ertu með yfirfall í báðum hornum á búrinu eða er það kannski óðarfi (hvað er þitt búr stórt?)

áttu mynd af sumpnum þínum ?

ég er búinn að liggja yfir búra smíði í sirka 2 vikur hef reynt að afla mér eins miklar upplýsingar um þetta eins og ég get þannig að nú fer að koma að þessu vantar bara tilboð frá einum aðila í viðbót í glerið sem verður 12mm í 150x60x60 búri

ég var að komast yfir slatta af 4mm gleri ætli það sé ekki nóg í sump þar sem hann er límdur sundur og saman með milli þilum eða er það kannski bara vitleysa ?

takk fyrir góð ráð :wink:

Re: spurningar um búnað í saltvatnsbúr

Posted: 05 Aug 2011, 20:46
by DNA
Næringarefni þarf að flytja út. Próteinsía er nauðsyn en þörungar hjálpa helling líka.
Yfirföllin eru tvö hjá mér eins og sjá má á myndinni.
Þil í undirbúrið eru til að hindra að örsmáar loftbólur komist aftur í aðalbúrið og fyrir þína stærð er sennilega þörf á því.

Þú ættir ekki að gera ráð fyrir neinu stórkostlegu með sandinum og grjótinu öðru en nauðsynlegri bakteríu og smáum krabbadýrum

Re: spurningar um búnað í saltvatnsbúr

Posted: 05 Aug 2011, 20:55
by S.A.S.
aaa próteinsía=skimmer hvernig á maður að læra þetta allt saman

ég er soldið hrifin af trúðafiskonum og svo rækjum en það er ekki svo langt síðan að ég ákvað að fara í saltið þannig að ég hef hreinlega ekki skoðað af neinni alvöru hvað er í boði

Re: spurningar um búnað í saltvatnsbúr

Posted: 06 Aug 2011, 00:17
by S.A.S.
er ég ekki á réttri leið með þetta ? :?
ég teiknaði þetta svona sirka veit að það vantar beyju á annað rörið.

Re: spurningar um búnað í saltvatnsbúr

Posted: 06 Aug 2011, 09:52
by DNA
Hólfið er sennilega allt of lítið hjá þér.
Hjá mér er Durso beygjan um 12 cm og allt hólfið 28 x 16.
Þar sem rörin fara í gegnum glerið kemur stykki sem tekur talsvert pláss.