Ég er alger nýliði í þessum málefnum, ég var að fá búr og fiska núna í dag, en ég fékk frá vini mínum slatta af fiskum (hátt í 20), en ég er að reyna að kynna mér aðeins fiskana.
Ég fékk nokkra Black Molly, en það er auðvelt að googla þá þar sem ég veit hvað ég á að googla.
En það er annað mál með Sverðdragarana, þeit eru með Rönd á hliðunum, ég get ekki séð neina svoleiðis á google images.
Allavega þá væri ég fáránlega hamingjusamur ef einhver gæti komið með latneska heitið af þeim, til þess að getað fundið út úr þessu öllu saman.
