Tjarnir og umhirða eftir árstíðum

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Tjarnir og umhirða eftir árstíðum

Post by Kristín F. »

Hæ öll, datt í hug að setja inn þráð varðandi umhirðu á tjörnum.
-nú eru komnir hér fleiri áhugasamir spjallverjar um Tjarnir og lífríki þeirra, mig langar því að deila með ykkur því sem ég hef lært.
(Ég hef áður póstað þessar upplýsingar en sá þráður er "einhvers staðar" .. hér er uppfærsla)

-það vill þannig til að ég hef stúderað tjarnargerð og lífríkið í nokkur ár, hef verið á erlendum spjallrásum með áhugafólki um vatnagarða, tjarnir og lífríkið, þar hef ég kynnst yndislegu óeigingjörnu fólki sem hefur af stakri þolinmæði kennt mér og öðrum nýbyrjendum ...
Þetta er ekkert ólíkt því að læra um Fiskabúr og sjávarbúr, það tekur tíma og þolinmæði..

Tjörnin mín er lokuð og ekkert sírennsli. Því að við búum í köldu loftslagi og til að hitastig vatnsins geti haldið lofthita finnst mér ómögulegt að hafa kallt sírennsli þó lítið væri, einnig vegna þess að ef sírennsli er þá nær vatnið ekki jafnvægi eins og æslilegt er. Þetta er svipað og ef sírennsli væri í fiskabúri, þá næði ekki nitrit að breytast í nitrat til að mynda "góðu bakteríurnar" sem eru svo mikilvægar fyrir síurnar .... o.s.frv.
Í Júní, Júlí og Ágúst getur hitastigið í vatninu náð allt að 22-25°C sem er æskilegt til að Vatnaliljurnar nái að blómstra -og að ónæmiskerfi Koi fiska nái að styrkjast til fulls, reyndar eru 18 gráður nóg til þess.
Það er mjög mikilvægt að tjörnin sé það stór og djúp að hitastig vatnsins sveiflist ekki mikið með lofthita, til að lífríkið sé stöðugra.
Mér skilst að margir veiti hitaveituvatni í tjarnir, til dæmis afrennsli frá ofnum, en þá verður að vera afrennsli frá tjörninni í niðurfall.
Vatnaskipti verða þegar ég fylli tjörnina, þá læt ég renna í hana þangað til fæðir úr henni ;)

Fiskarnir eru Japanskir, Koi-Carp og Gullfiskar af tegundunum; Comet Shubunkin, Bristol Shubunkin, Comet Sarassa og Classic Comet.

Þessir fiskar þola vel kulda, þeir eru í tjörninni allt árið. Á veturna híma þeir niðri við botninn og fá ekkert að éta þegar hitinn í vatninu fer niður fyrir 10°C. Ástæðan er sú, að það er hætt við því að þeir nái ekki að melta fóðrið (þó að það sé "Easy-Digest" eða Cheerios) og að fóðrið rotni þá innan í þeim og drepi þá .. mér finnst alltof vænt um þessi krútt til að taka svoleiðis áhættur
-þeir fá próteinríkt fóður yfir sumarmánuðina, safna orkuforða og verða feitir fyrir veturinn. Það er með ólíkindum hvað Koi-fiskar geta verið gæfir, hreinlega éta úr höndunum á manni. Gullfiskarnir eru varkárari, það er sjaldgæft að þeir verði eins gæfir og Koi. Comet er harðgerður fiskur og verður ekki eins stór og Koi.

Þetta er mjög svipað og með fiskabúrin inni - eini munurinn er sá að þetta "fiskabúr" er utandyra og töluvert stærra, en hugsunin er í raun sú sama.
Í fiskabúrum höfum við hitara til að halda réttu hitastigi, en það þarf ekki í tjarnir. Ástæðan er sú að fiskarnir og plönturnar í tjörnum eru tegundir sem þola kalt vatn og íslenska vetur.

Því eru mörg atriði sem þarf að huga að eftir árstíðum, Sumar, Vetur, Vor og Haust..

Á vorin eru fiskarnir viðkvæmastir, þeir eru að "koma undan vetri" og ónæmiskerfið er í lágmarks virkni .. þeim er hætt við að fá sjúkdóma eins og blettaveiki og sporðátu, einnig Sveppaveiki (Fungus)
-gott er að nota "Bactopur" eða sambærilegt efni fyrir tjarnir, eða hreinlega taka sýkta fiska úr tjörninni og setja þá í saltbað.
Salt upplausnin má þó ekki vera of sterk, ágætt er að setja 2 matskeiðar af Joð-fríu salti (t.d. Maldon) í 10 lítra og leysa það vel upp áður en fiskarnir eru hafðir í saltupplausninni í ca. 30-60 mínútur. Ég hef gert þetta þrisvar með ágætum árangri. Saltið drepur bakteríur og styrkir slímhimnur fiskanna, m.a. í tálknunum.
Um leið og hitinn í vatninu hækkar og síurnar fara að virka vel, þá má byrja að fóðra fiskana þegar hitinn í vatninu er stöðugur yfrir 10°C.

Á vorin er um að gera að umpotta, skipta gróðri og grisja ef þarf.
Vatnaliljurnar þarf að umpotta u.þ.b. 3ja hvert ár. Þá er hægt að skipta rótinni (rhizome) þannig að úr verða 2 eða fleiri plöntur
-einnig er æskilegt að skipta um 20% af vatninu, það þarf að þrífa allar síur og dæluna, setja síðan í gang og bíða eftir að bakteriuflóra Móðir Náttúru taki við .. einnig eru til góð efni í Gæludýraverslunum til að setja í síurnar til að flýta myndun góðu bakteríanna.

Á sumrin er aðalmálið að njóta! Góna á herlegheitin og emja af velþóknum! -og jú, það þarf að hreinsa úr síum og dúllast og svona.
-það sem kemur mest skemmtilega á óvart er, að stór tjörn þarf mjög lítið viðhald. Nú er einnig besti tíminn til að bæta við fiskum, þá hafa þeir góðan tíma til að aðlagast og fitna fyrir veturinn.

Á haustin þarf að breiða net yfir tjörnina ef að tré eru nálægt. Þetta er til að hindra að laufin falli í vatnið og rotni í tjörninni.
-en fyrst þarf að klippa niður allan tjarnargróður, líka vatnaliljurnar .. það er MJÖG mikilvægt að fjarlægja sem mest af öllum rotnandi gróðri og laufblöðum til að það mengi ekki vatnið, "slæmu" bakteríurnar sem m.a. valda sjúkdómum í fiskunum, þrífast í rotnandi gróðri og úrgangi á tjarnarbotninum..
-nú er líka rétti tíminn til að yfirfara tjarnarbúnaðinn, þ.e. dæluna, síurnar, slöngur og lagnir .. og laga ef með þarf svo að allt sé tilbúið þegar fer að hlýna aftur í Mars/Apríl.

Á veturna þarf að passa að hafa opna vök á tjörninni þegar tjörnin verður ísilögð.
-þetta er MJÖG MIKILVÆGT til að loftskipti geti átt sér stað í vatninu. Fiskarnir híma niður við botn í dýpsta hluta tjarnarinnar - þar er reyndar oft 4-5°C stöðugur hiti allan veturinn þó að þykkur ís myndist á yfirborðinu.
-ef að ekki er opin vök á ísnum, þá kemst ekki súrefni í vatnið og lofttegundir frá rotnandi gróðri komast ekki út - Fiskarnir drepast og mikið af gróðrinum líka. Svo ekki sé minnst á örverur og smáverur sem eru í dvala.


...og endilega ekki hika við að spyrja á spjallinu, sama hvað.
Mér fannst ég oft spyrja Ameríkanana & Bretana kjánalegra spurninga - en komst svo fljótt að því að allir velta því sama fyrir sér og það eru ekki til "heimskar spurningar" bara "heimsk svör" :)
Post Reply