fiskabúrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

fiskabúrið mitt

Post by Hafrún »

hæhæ...

í dag þegar að ég vaknaði ákvað ég að fara að skoða smáauglýsingarnar í fréttablaðinu og tékka hvort það væri ekki eitthvað sniðugt til sölu eða gefins, rakst ég ekki á 350L búr með tunnudælu til sölu á 15 Þúsund svo ég hringdi og tekkaði á þessu, svo ég fékk að skoða gersemina þá var þetta bara hið fínasta búr mjög vel farið með með tunnudælu sem heitir EHEIM og hitara og svo 2 ljósum sem lýsa mjög vel í búrið og birtan dreifist fínt um búrið og skáp undir, þetta er semsagt Juwel búr svart á litið svo ég splæsti bara í þetta fína búr og er að snirta það til núna og þrífa tunnudæluna áður en að ég læt vatn í þetta svo mun ég koma með myndir seinna. :D :D
Last edited by Hafrún on 15 Dec 2007, 19:23, edited 1 time in total.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

til hamingju með búrið
Hvað varstu að hugsa um að hafa í búrinu?
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

fiskabúrið mitt

Post by Hafrún »

ég er ekki alveg viss hvað mynduð þið hafa í búrinu ykkar í þessari stærð endilega komið með tillögur. :D :D
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég persónulega er hrifnastur af Amerískum síkliðum
verða stórar og flottar og hafa mikinn persónuleika
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

þetta er nátúrulega bara smekksatriði hvað skal hafa í búrinu, ég er að heillast af malawi síkliðum þessa stundina þær henta í þetta búr ef þú vilt mikla litadýrð í búrið þitt :)
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

hvaða tegund á fiskum!!!

Post by Hafrún »

sko ég vil nefnilega hafa mikið af lit og fallegum litum í búrinu en vil samt hafa það þannig að fiskarnir hætta næstum aldrei að stækka og ég vil helst hafa svona fiska sem er með mikinn persónuleika... :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Til hamingju með búrið, alltaf gaman að lenda á svona :)

Ef þú ert að leita eftir einhverju með sterkan personuleika þá myndi ég skella í þetta óskar, convict síkliðu, firemouth og kannski einn jack dempsy mjög mikillir karakterar í þessum gaurum :) og svo upp á lookið skella í þetta meðal stærð af rót, bakgrunn, 3D ef veskið leyfir annars bara venjulegan sem fer bakvið glerið

Hvaða týpa af Eheim dælu er þetta ? :)
Og ég held að ég tali fyrir alla hérna, endilega koma með myndir af öllu!!! sem fyrst það dýrka allir myndir hérna :D
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

nýtt búr!!!

Post by Hafrún »

jæja núna er ég búin að vera að taka myndir af búrinu og tunnudælunni sem ég get sett hér inn.

Þetta er semsagt tunnudælan:


Image

svo er þetta það sem stendur ofan á tunnudælunni semsagt eheim, ég veit ekki hvaða önnur tegund þetta er en eheim, það stendur bara ekkert annað en eheim á henni svo ef þið vitið hvernig tegund þetta er þá megið þið endilga láta mig vita:

Image


svo er þetta mynd af búrinu í heild:

Image


en ég er semsagt á fullu að þrífa það núna en var að láta renna í það smá í gær og setti soldinn sand ætla setja meiri sand í dag og ætla að klára að láta vatn í það og setja allt í gang og láta ganga í nótt svo að ég geti farið og keypt mér íbúa í það en ég held að ég ætla að skella mér í afrískar síkliður (tanganyik) eða (malawi)... :D :D
Last edited by Hafrún on 12 Aug 2007, 14:25, edited 3 times in total.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þú verður að setja myndirnar á netið áður en þú getur sýnt þær :wink:

kíktu á þetta: http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=318
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

fiskabúrið mitt

Post by Hafrún »

takk kærlega fyrir að sýna mér þetta var alveg í vandræðum að setja myndirnar inná en eru þær kanski soldið of srórar ????
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

neinei, en til hamingju með flott búr á hlægilegu verði :wink:
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Stærðin á myndunum sleppur alveg en þær mættu vera minni.

Fínasta búr, frábært að fá þetta á 15 kall. :shock:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Var samt ekki hætt að merkja vörur "made in West Germany" eftir fall múrsins 1989 ? Gæti verið að dælan sé svo gömul ?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Frábært búr fyrir engan pening :D, hvað eru málin á búrinu ? LxBxH
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

mál búrsins

Post by Hafrún »

Lengdin er 120 cm, breidd 50 cm og hæð 60 cm

samtals gerir þetta 360 L ekki 350 L :D :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei snilldar búr :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er 300 l búr en ekki 360. :) Ef maður vill vita hvað búrið tekur marga lítra þá mælir maður innanmálið sem er þá ca. 118x48x53cm.
Flestir sem selja búr, sérstaklega heimasmíðuð gefa yfirleitt upp utanmálið og reikna lítrafjöldan útfrá því og þá getur munað ansi miklu.
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

nýtt búr!!!

Post by Hafrún »

hehehe óóóóóóó mér var sakt að reikna þetta svona sem ég gerði hehehehe mér fannst þetta líka soldið skrítið var akkuratt að skoða heimasmíðað 340 L í dag á vinkonu minni og mer fannst það eitthvað skrítið hvað hennar búr var lengra en mitt heheh :D :lol:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Til hamingju með þetta fína búr á sprenghlægilegu verði.

Hefur þú nokkuð skoðað Tanganyika síkliður?
Þær eru kannski ekki mjög litríkar eru mjög fjölbreytilegar og fallegar í laginu.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

nýtt búr!!!

Post by Hafrún »

já ég var akkuratt að pæla í annað hvort tanganyika eða malawi, er að fara að skoða fiska ámorgun, en er semsagt búin að fylla búrið og setja steina, gróður og stóran pott og nú er það bara að fara að taka mynd og setja inná hehehehe... :D :) :D
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

mér líst ekki nógu vel á allar þessar afrísku síkliðu pælingar hjá ykkur
Annars er ég að selja 5 stykki Metriaclima estherae (aka red zebra) ef þú hefur áhuga
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Látt´ekki svona Guðjón, þetta eru skemmtilegir fiskar.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

nýtt búr!!!

Post by Hafrún »

jæja það eru komnir 2 convictar í búrið þar sem að þeir voru í 50 L voru þeir orðnir nokkuð stórir fyrir 50 lítrana svo að ég skelti þeim í nýja búrið, en það var ekki komin nema 21° en svo var é að lesa að convictar lifa i 20-36° svo þetta ætti að vera í lagi. kk er alveg ennþá í sjokki liggur bara í horninu og glápir á mann þegar að maður gengur fram hjá búrinu en kvk er svo spræk og syndir úr um allt og er ekkuratt núna að kanna blómin og kroppar soldið í þau :? :?
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

okkuru dett ég aldrei á svona dot :(
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

nýtt búr!!!

Post by Hafrún »

þarf ég að hafa loftdælu í þessu búri eða fer það bara eftir fiskunum eða hvað ?????
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Loftdæla er engin nauðsyn en gerir fiskunum gott.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ef maður er með góða hreyfingu á yfirborðinu frá tunnudælu eða öðrum dælum þá er engin þörf á loftdælu. Það er þó í góðu lagi og mörgum þykir fallegt að hafa bubblewall eða eitthvað loftvesen í búrinu hjá sér :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

loftdæla

Post by Hafrún »

allt í lagi mér finst bara eins og fiskarnir fara upp á yfirborðið að ná sér í loft :? ...
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

ég mæli persónulega með loftdælu, kostar eitthvað smotterí en hjálpar svakalega til
User avatar
Hafrún
Posts: 173
Joined: 18 Jun 2007, 18:41
Location: Mosfellsbæ

loftdæla

Post by Hafrún »

ok þá redda ég mér loftdælu.
Post Reply