Fræðsla um allskonar fiska.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jenni
Posts: 67
Joined: 12 Aug 2007, 20:36

Fræðsla um allskonar fiska.

Post by Jenni »

Skalar

Skalar eru síkliður sem koma frá suður-ameríku
þeir eru líklegast þekktustu síkliðurnar í búrum
ýmis litarafbrigði hafa verið ræktuð en náttúrulegi liturinn
er grár með svörtum rákum

þessi fiskur er frekar einfaldur í ræktun,
það er erfitt að þekkja kynin í sundur fyrr en hann er fullorðinn
en best er að hafa nokkra saman og leyfa þeim að parst
þeir gæta hrogna og afkvæma þótt fyrstu hrygningar geti farið ílla




Skalinn er góður fiskur í samfélagsbúr, en hafa ber í huga
að hann verður stór og stundum er erfitt að setja litla fiska
í búrið eftir að hann stækkar..


Botnfiska, glersugur og aðrir botnfiskar.


margar tegundir éta þörung
og geta því haldið glerinu hreinu á fiskabúrinu

Ancistrus eru algengustu þörungaæturnar sem eru í búrum
karlinn er með brodda /brúsk á hausnum og kallast
þessi tegund því oft brúsknefur







Gúramar.

Gúramar eiga það sameiginlegt að sækja sér loft sem þeir nýta sér með sérstökum öndunarfærum sem gerir þeim kleift að geta lifað í súrefnislausum drullupollum .
Þessir fiskar gera sér loftbóluhreiður við yfirborðið sem þeir hrygna í og er hægt að rækta þá flesta í búrum .
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Tekið af www.fiskabur.is
Hér koma myndir teknar í verslun fiskabur.is af fiskum sem eiga það sameiginlegt að sækja sér loft sem þeir nýta sér með sérstökum öndunarfærum sem gerir þeim kleift að geta lifað í súrefnislausum drullupollum .
Þessir fiskar gera sér loftbóluhreiður við yfirborðið sem þeir hrygna í og er hægt að rækta þá flesta í búrum


Jæja, er þetta ekki komið ágætt
User avatar
Jenni
Posts: 67
Joined: 12 Aug 2007, 20:36

Post by Jenni »

OkeyOkeyOkey, Skal ekki gera þetta aftur.! Lofa því.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hmmm... svona gerum við ekki á þessu spjalli.
Ef þú vilt koma á framfæri einhverjum greinum eða öðru reyndu þá að semja þær sjálfur eða hafa þá í það minnsta dug í þér til að geta þess hvaðan efnið kemur ef þú tekur það á netinu.
User avatar
Jenni
Posts: 67
Joined: 12 Aug 2007, 20:36

Post by Jenni »

Já., Skal lofa því.!
Post Reply