Page 1 of 1
Er að fara starta 720L sjávarfiskabúr (spurningar)
Posted: 10 Sep 2011, 17:41
by Storm
Ég er alveg að fara að starta 720L sjávarfiskabúri.
Hvar get ég fundið LR og góðan sand sem ódýrast? En Dead rock?
Hversu mörg kg af live rock þarf ég? Ég er að plana á að nota nokkra poka af Matrix frá Seachem sem flóru í sump.
Þegar ég er að starta búrinu, sem ég veit að mun taka langan tíma, skiptir máli að hafa ljós í búrinu?
Hversu margar t5/t8 perur mæliði með og hvaða sort? Mun örugglega á einhverjum tímapunkti fara í einhverskonar kóralla en buddan leyfir ekki alveg metal halide...
Öll góð ráð mjög vel þegin!
Re: Er að fara starta 720L sjávarfiskabúr (spurningar)
Posted: 10 Sep 2011, 22:49
by kristjan
liverock og sand er best að auglýsa eftir hér á spjallinu (best að hitta á einhvern sem er að hætta) en annars er það til sölu í dýrabúðum en kostar rosalega mikið.
oft er reiknað með 1 w af ljósi fyrir hvern líter af vatni. Það er þó bara viðmiðunarregla en þörfin á ljósi ræðst mikið af því hvað þú ætlar að vera með í búrinu og einnig hversu djúpt það er. T5 perur eru oflugari en t8 perur og því mun hentugari þar sem þú þarft færri perur til að ná uppí þann wattafjölda sem þú stefnir að. Með t5 perur væri besta að vera með tvær raðir af 39w perum sem eru 85 cm (720 lítra aquastabil búr eru 2 m á lengd) og þá þyrftir þú 19 perur eða svo til að ná í 720 w. Þá held ég að kostnaðurinn sé ekki lægri við það en að finna sér notað mh ljós (t.d.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=12457) og bæta svo við t5 perum eftir þörfum
hversu mikið liverock þú þarft fer einnig eftir því hvað þú ætlast fyrir með búrið. ef einungis er um fowlr (fish only with liverock) kemstu upp með í kringum 1 kíló af liverocki fyrir hverja 10 lítra af vatni en ef þú ert að hugsa um rif með öllu tilheyrandi er þörf á meiri filtration og því er talað um 2 - 3 kg. fyrir hverja 10 lítra af vatni. En eins og með ljósið eru þetta bara viðmiðunarreglur sem skotið hefur verið fram til að hafa einhverja tölu í hausnum. En bakteríuflóran í liverock gegnir mikilvægu starfi við niðurbrot á úrgangsefnum og því er betra að hafa sem mest af því.
ertu að hugsa um að hafa Matrix í reactor eða bara í pokum í sumpnum? Hvað meinaru með því að nota það sem flóru? Engin bakteríuflóra er í Matrix þegar það er keipt. hún myndast við að að vera í sumpnum. Ég hef ekki skoðað Matrix en er ekki jafnáhrifaríkt að vera bara með refugium í sumpnum?
Re: Er að fara starta 720L sjávarfiskabúr (spurningar)
Posted: 11 Sep 2011, 13:43
by Storm
Takk fyrir svarið
Ég ætla að nota nokkra poka af matrix sem hýsil fyrir bakteríurnar, ég veit að það fylgir engin flóra með, orðaði þetta bara asnalega
Þegar þú orðar þetta svona með ljósin þá er þetta frekar góður díll.. en ein spurning sem þú svaraðir ekki, þegar maður er að starta búrinu og bakteríurnar eru að koma sér fyrir, þarf búrið ljós?
Re: Er að fara starta 720L sjávarfiskabúr (spurningar)
Posted: 11 Sep 2011, 14:11
by kristjan
Ljósin þurfa ekki að vera í gangi á meðan þú startar búrinu. Það sem þú gerir þegar búrinu er startað er einfaldlega að láta eitthvað í búrið sem rotnar (t.d. rækjubitar) og byrjar þar af leiðandi að mynda ammonia, við það byrja að myndast bakteríur sem stuðla að niðurbroti þessara úrgangsefna þ.e. ammonia - nitrate. Þetta gerist algerlega óháð því hvort ljós sé eða ekki. En ekki sakar að hafa ljós á en þau auka þörungavöxt sem er eitthvað sem cuc (clean up crew) sem þú setur í búrið eftir að cycling er búið kunna að meta.
Hvernig sump ætlar þú að vera með?
Re: Er að fara starta 720L sjávarfiskabúr (spurningar)
Posted: 11 Sep 2011, 14:55
by Storm
ég held að hann sé sirka 120L með tveimur hólfum. Það fer síðan próteinskimmer seinna í hann.
Re: Er að fara starta 720L sjávarfiskabúr (spurningar)
Posted: 11 Sep 2011, 20:38
by Squinchy
Ég mæli með að sækka sumpinn í 200+ lítra, uppgufun er mikil og svo er plássið fyrir búnað mjög fljótt að hverfa, svo er bara gott að eiga auka pláss í framtíðinni
Re: Er að fara starta 720L sjávarfiskabúr (spurningar)
Posted: 11 Sep 2011, 21:37
by Storm
Ég var bara að giska á stærðina á honum, hann er ábyggilega stærri, hann virtist allavega vera alveg nóg. Eina verkefnið sem ég hef núna fyrir höndum er að finna Live rock og dead rock í búrið og eithvað af sandi. Vitið þið hverjir eru ódýrastir í þeim málum?
Re: Er að fara starta 720L sjávarfiskabúr (spurningar)
Posted: 11 Sep 2011, 23:11
by kristjan
ég er sammála varðandi stærðina á sumpnum. Aðeins tvö hólf útiloka t.d. að vera með refugium. Maður á að reyna að vera með eins stóran sump og plássið leyfir til að auka heildarvatnsmagn í kerfinu og þar með minnka sveiflur. Best er að byrja með nógu stórann sump til þess að geta bætt fleiri og flottari græjum í hann þegar fram líða stundir.
Hér eru teikningar af sumpum. Um að gera að skoða, þó það sé ekki nema til að láta sér dreyma
http://www.melevsreef.com/acrylics/sumps/f/sump_f.html