ég keypti 2 kókóshnetur og langar að setja þær í búrið mitt til að nota sem hellir, hvernig þríf ég þær, á ég að sjóða hneturnar og setja þær svo í búrið?
takk fyrir
Eru þetta heilar hnetur? Fyrst þarf að þrífa þær að innan og taka þetta hvíta úr ásamt vökvanum einnig tek ég líka hárin utan af þeim. Mér finnst best að skipta þeim í helminga, sjóða svo nokkrum sinnum eða þar til þær hætta að lita vatnið svona nokkurn veginn og setja þær svo í búrið.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr