Ég er að skoða það að gera tjörn í garðinum heima. Pælingin er þá að notast við affall af hitanum í húsinu og láta renna stöðugt í tjörnina, það koma 3l/mín í húsið. Tjörnin verði um 4m löng, 2m breið, og 1 m á dýpt(á örugglega eftir að breytast). Nota tjarnardúk í botninn. Gera yfirfall við annan endann og láta renna í tjörnina í hinn endann á botninum.
spurningarnar eru, þarf ég að nota hreinsidælu þar sem tjörnin ætti að ná að dæla í sig og úr á 44 tímum, sá að keli gerði það ekki og virðist virka vel? Þar sem það eru tré við tjörnina væri betra að hafa t.d. dokaplötur meðfram hliðunum svo ræturnar ýti ekki á dúkinn? Hefur einhver notast við hitara í tjörnunum sínum, veit ekki hvort ég eigi eftir að þurfa þess en væri gaman að geta haft gott hitastig allt árið. Vitið þið hvort það þurfi leyfi til að gera svona tjörn? bý í reykjanesbæ.
takk fyrir
Forvitnast með tjarnargerð
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Forvitnast með tjarnargerð
Þú þarft líklega ekki að vera með hreinsidælu, en það sakar samt ekki að vera með auka hreyfinug á vatninu.
Þú ert ábyrgur fyrir tjörninni, þannig að ef það komast aðrir að tjörninni (þótt hún sé í garðinum) þá þarftu líklega að vera með grindverk í kringum hana svo krakkar detti ekki ofan í hana.
Ég veit ekki með plötur í hliðunum, margir nota t.d. gamalt teppi eða eitthvað slíkt til að hafa undir dúknum. Það verndar hann fyrir flestu utanaðkomandi hnjaski.
Það að hita 8000 lítra af vatni utandyra yrði stórkostlega dýrt með rafmagni, en það er alveg option að gera það með heita vatninu. Það er líklega fljótt að vera dýrt samt, nema kannski ef þú ert með ókeypis heitt vatn (borgar bara fyrir inntaksstærð)
Þú ert ábyrgur fyrir tjörninni, þannig að ef það komast aðrir að tjörninni (þótt hún sé í garðinum) þá þarftu líklega að vera með grindverk í kringum hana svo krakkar detti ekki ofan í hana.
Ég veit ekki með plötur í hliðunum, margir nota t.d. gamalt teppi eða eitthvað slíkt til að hafa undir dúknum. Það verndar hann fyrir flestu utanaðkomandi hnjaski.
Það að hita 8000 lítra af vatni utandyra yrði stórkostlega dýrt með rafmagni, en það er alveg option að gera það með heita vatninu. Það er líklega fljótt að vera dýrt samt, nema kannski ef þú ert með ókeypis heitt vatn (borgar bara fyrir inntaksstærð)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Forvitnast með tjarnargerð
takk fyrir svarið, datt í hug að það yrði dáldið dýrt að hita með rafmagni en langaði samt að spyrja hvort einhver hér hefði prófað það. Vetrar hér á reykjanesinu eru sem betur fer ekki miklir svo það ætti ekki að verða svo kalt. Hvað er verið að nota til að fá hreyfingu á vatnið?
Re: Forvitnast með tjarnargerð
ef þú er að fara að nota afallið af húsinu þá er mikið auðveldara og ódýrara að að hita hana upp með auka blæðingu inná lögnina út í tjörn þá færðu þér blæðiloka sem þú getur stilt nákvæmlega eftir hvaða hita þú vilt fá út í tjörn hann kosta í kringum 5000 kr og 1000L af 80 gráðu heitu vatni kosta um 113 kr en þú mindir aldrei þurfa svo mikið á sólahring myndi giska á svona 250L þá er þetta ekki nema 875 kr á mánuði sem er vel viðráðanlegt
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu
Re: Forvitnast með tjarnargerð
Gefum okkur að tjörnin sé 8000 lítrar, að meðal hitastig þar sem tjörnin er sé 5 gráður og að þú viljir halda henni í 15 gráðum, 10 yfir umhverfishita. Gefum okkur svo að vindhraði sé um 2m/s að meðaltali. Yfirborðið á tjörninni er um 8 fermetrar.
Þú þyrftir uþb 4800w hitara til að *viðhalda* tjörninni í 15 gráðum. 4.8kw. Ein kílówattstund kostar uþb 10-12kr, sem þýðir að það kostar um 50kr á klukkutíma að viðhalda hitanum. 50 * 24 * 31 = 37.200kr á mánuði.
Yfir vetrarmánuðina þyrfti líklega amk tvöfalt þetta til að viðhalda hitanum í 15 gráðum, og vind og hitatölurnar sem ég gaf mér eru líklega óþarflega lágar.
Heimildir:
http://www.ordinis.com/buyers/heatbuyer.htm
Þú þyrftir uþb 4800w hitara til að *viðhalda* tjörninni í 15 gráðum. 4.8kw. Ein kílówattstund kostar uþb 10-12kr, sem þýðir að það kostar um 50kr á klukkutíma að viðhalda hitanum. 50 * 24 * 31 = 37.200kr á mánuði.
Yfir vetrarmánuðina þyrfti líklega amk tvöfalt þetta til að viðhalda hitanum í 15 gráðum, og vind og hitatölurnar sem ég gaf mér eru líklega óþarflega lágar.
Heimildir:
http://www.ordinis.com/buyers/heatbuyer.htm
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Forvitnast með tjarnargerð
núna fór ég að hugsa hefur einhver hérna prufað að einnangra stóran part af tjörninni á veturnar með frauðplastflekum sem myndi fljóta ofaná
1100L malawi, 200L jinlong samfélagsbúr, 1000L í uppsetningu