Page 1 of 1

Hugmyndir af íbúum

Posted: 15 Aug 2007, 20:40
by Eyjó
Ég var að fá mér sirka 1000 lítra fiskikar (eða indoor pond einsog ég kýs að kalla það) í bílskúrinn. En þá kemur upp vandamálið sem flestir hérna hafa lent í, hvaða fiska ætti ég að hafa?

Fyrst ætlaði ég að hafa redtail en hann verður full stór á endanum þar sem karið er ekki nema 150*120 að utanmáli og eitthvað minna að innan.

Það er kannski algjör vitleysa að vera að setja þetta upp þar sem planið er að geyma nýja bílinn inni í vetur svo ef einhver vill fiskikar á lítinn pening þegar byrjar að frysta endilega hafið samband við mig :wink:

En endilega komið með hugmyndir um hvað væri sniðugt að hafa og ég bendi á að ég sendi þetta ekki inn í Monster- og botnfiska flokkinn að ástæðulausu.

Posted: 15 Aug 2007, 20:53
by Vargur
Ég væri til í að sjá nokkra Óskara í svona kari, gaman að fá þá stökkvandi á móti sér þegar maður kemur að gefa. :)

Posted: 17 Aug 2007, 13:58
by Eyjó
Karið er komið upp og ég mun fá mér það sem ég ætlaði einmitt ekki að fá mér. Channa Micropeltes og það 3-4 stykki. Fæ mér svo bara gott net fyrir þetta og þá er maður vel settur.

Hreinsibúnaðurinn eru tvær Rena Xp3 dælur sem gerir samtals 1200l/klst

Posted: 17 Aug 2007, 17:26
by Squinchy
Myndir maður ;)