vatnaskipti í 150 lítra búri

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
spindel
Posts: 20
Joined: 14 Sep 2011, 14:35

vatnaskipti í 150 lítra búri

Post by spindel »

hversu oft þarf maður að skipta um vatn í svona búri því þótt vatnið virðist hreint þá hlytur það að verða fúkkað eftir viss langan tíma er það ekki ??? :?


íbúar

2x Ropefish/Erpetoichthys calabaricus

2x Convict Archocentrus nigrofasciatus

2x Jack Dempsey Cichlasoma octofasciatum

2x Pelvicachromis pulcher kribbar

4x ancistrur

2x yoyo botior

jú og ný klekt convict seiði nokra daga gömul :-)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: vatnaskipti í 150 lítra búri

Post by Andri Pogo »

50 % á tveggja vikna fresti til dæmis, gætir reddað þér mælitesti og mælt vatnið eftir vatnsskiptin og séð hvort það sé nóg. Fer líka eftir því hversu mikið þú ert að gefa þeim að éta.
-Andri
695-4495

Image
spindel
Posts: 20
Joined: 14 Sep 2011, 14:35

Re: vatnaskipti í 150 lítra búri

Post by spindel »

takk fyrir þetta Andri Pogo en veistu hvar eg get redað mer svona mæli testi vill reina að gera þetta vel þannig mínum fiskum líði vel. :-)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: vatnaskipti í 150 lítra búri

Post by Andri Pogo »

ætti að fást í næstu fiskaverslun, einfalt að nota svona strimla, TetraTest t.d.:
Image
-Andri
695-4495

Image
spindel
Posts: 20
Joined: 14 Sep 2011, 14:35

Re: vatnaskipti í 150 lítra búri

Post by spindel »

takk kærlega fyrir þetta Andri

kv Halldór
User avatar
Bjólfur
Posts: 44
Joined: 01 Sep 2010, 17:48
Location: Hfj

Re: vatnaskipti í 150 lítra búri

Post by Bjólfur »

Hvað er þetta test að mæla? stendur 6 in 1 .. Vantar líka svona :)
Kv
Anna

100L
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: vatnaskipti í 150 lítra búri

Post by Andri Pogo »

þetta mælir PH gildi, hörku (total hardness og carbonate hardness), klór, nítrat og nítrít.
Það eina sem ég hef verið að spá í er það síðasta; nítrat og nítrít, hitt skiptir minna máli.
Nítrat er flöktandi milli vatnsskipta og ætti að halda því sem næst 0 en var oft að fara upp í 50-100 hjá mér þegar ég var með troðfull búr en nítrít ætti alltaf að vera á 0 á þessum testum.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: vatnaskipti í 150 lítra búri

Post by Sibbi »

Endalausir fróðleiksmolar hrynja inn á þessu spjalli frá ykkur snillingunum.
En Andri, hversu örugg, eða mikið er að marka þessa strimla?
Ég hef verið að heyra misjafnt um þá,,, en tek það fram að ég hef ekki hundsvit á þessu.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: vatnaskipti í 150 lítra búri

Post by Andri Pogo »

þetta er ekkert hárnákvæmir strimlar, en þú sérð alveg strax hvort eitthvað sé ekki eins og það á að vera.
Ég nota annars nánast aldrei svona strimla, notaði þá aðallega þegar ég var með 720L búrið stútfullt af stórum átvöglum til að komast að því hversu ört ég þurfti að gera vatnsskipti.
Það er líka hægt að fá vökvamælisett sem er nákvæmara en dýrara.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply