Eigið þið til stífurnar sem eru þvert ofan á búrinu? Þær brotnuðu báðar hjá mér í dag án nokkurar sýnilegrar ástæðu. Ég þorði ekki öðru ena að lækka í búrinu hjá mér um helming ca. Er nokkuð þorandi að hafa það fullt nema hafa þær í?
Já og kannski verð ef þær eru til
Kv Barri.
Fyrirgefið að ég spyrji hér, en af hverju ekki að hafa búrið fullt án þess að hafa þessar stífur? Ég er ekki með þær í og hef haft bara eina í marga mánuði og ekkert mál
Framleiðandinn mælir gegn því að stífurnar séu fjarlægðar nema aðrar ráðstafanir séu gerðar til að tryggja að langhliðar búrsins brotni ekki undan þunga vatnsins. Það að vera ekki með stífurnar eikur einnig stórlega á hættu á að búrið brotni, td. ef undirstaðan er ekki á sléttum fleti eða eitthvað álag myndist á búrið.
Jahér, ekki vissi ég þetta, nú bara passar þetta ekkert Það vantar cm uppá að ég geti fest þetta í, þ.e. þar sem þetta á að vera. Passar ef ég set það nálægt endunum en þarf þetta ekki að vera þarna við 1/3 og 2/3??
Þarf ég þá ekki að taka slatta af vatninu úr til að geta fest þetta eða er það bara ekki hægt?
Það er ekki óeðlilegt að stífan passi ekki ef búrið er fullt af vatni, stífan er eimitt til að hindra að langhliðar búrsins svigni undan þunga vatnsins.
Ok, takk fyrir þetta. Fer í það á morgun að taka vatn úr og setja þetta á.
Er ekki ennþá bara opnað klukkan 4 á daginn? Er náttúrulega best að setja báðar í á sama tíma.
Anyhow, takk fyrir þessar upplýsingar
stífurnar ekki komnar
ég hringdi á pósthúsið og þeir sögðu að 6 virkir dagar væri venjulegt með svona sendingar
ég sagði þeim að það væru orðnir 11 virkir dagar og þá sagði starfsmaðurinn að það væri líka bara eðlilegt og þetta hlyti að fara að koma
hverslags póst kerfi er þetta það tekur ekki nema viku með skipi að fá vöru en vikur með póstinum
ég veit um gaur sem er með 400 lítra juwel og það hefur vantað stífu síðann hann fékk búrið fyrir rúmu ári og hann hefur verið með það fullt af vatni allan tíman hann segir að málið á búrinu sé 1.cm breiðara uppi og það hefur ekkert skeð í allan þennan tíma.
vildi bara deila þessu með ykkur.
Ég myndi ekki vera hræddur um að búrið brotni, þó svo að stífur vanti, nema galli sé í glerinu.
Mesta álag á fiskabúrum er þar sem dýptin er mest og það er alltaf við botninn, ef maður snýr búrinu rétt og þar heldur botnplatan hliðunum saman!
Botninn er ekki áhyggjuefni ef hann er ekki boraður og búrið á slettum fleti. Langhliðarnar á háum og löngum búrum eru viðkvæmastar og þar er algengast að búr brotni ef enginn stuðningur er að ofanverðu.
Ég á að sjálfsögðu við álag af vatnsþrýstingi. Það skiptir engu máli hvað búrið er stórt, þrýstingurinn fer eingöngu eftir rúmþyngd og hæð. Steinar, möl og sandur hafa meiri rúmþyngd heldur en vatn og hækka þau því þrýstinginn, venjulega á botnplötu búrsins.
En eins og fram kemur hjá Vargi þá verða búr fyrir öðru álagi, td. álagi þar sem fólk er oftast að baksa við búrin, það er að ofanverðu.
ég myndi nú frekar segja að kíttið / líminginn ráði því hvort að búrið haldi eða ekki. Juwel gengur vel frá öllum sínum búrum og ég hefði ekki nokkura áhyggjur þó allan toppramman vantaði á búrið. Málið er að ef það er ekkert hnjask á undirstöðunni og ekki sé verið að sulla svo mikið í búrinu að það komi stórar öldur þá á þetta allt saman að sleppa. Ég hef séð 1200 lítra búr sem var by the way mjög hátt, haldast saman á kíttinu einu og það er engin lygi.