Ákvað að mæla nokkra fiska sem ég næði auðveldlega og svo er ég búinn að breyta þó nokkuð í búrunum. Losaði mig við 2 litla óskara og 3 pangasius sutchi til vinafólks sem var nýbúið að fá sér búr. Svo er ég búinn að fá mér electric blue jack dempsey, 2 Geophagus brasiliens og lítinn RTC sem ég var plataður í að kaupa í dýragarðinum hehe.
Hér koma svo fullt af myndum
Annar óskarinn mældist sirka 25cm en hinn er svipað stór, er par og búið að hrygna nokkrum sinnum en aldrei neitt lifandi komið ennþá
Electric blue jack dempsey, stækkar voða hægt finnst mér og er held ég í sirka 6 cm
Geophagus brasiliens, hann er búinn að tvöfalda sig í stærð síðan ég fékk hann fyrir rúmum mánuði síðan og fær flottari liti með hverri vikunni
Og svo nokkrar myndir af RTC, mér var ráðlagt að taka myndir af RTC einu sinni á mánuði í hendinni á mér og hér kemur fyrsta myndin þegar við slepptum honum í búrið.
Hér er stærri polypterus ornatipinnis (26cm)
Og svo stærsta ctenolucius hujetan(16cm), en þær eru allar mjög svipaðar nema ein sem var treg að borða í byrjun.
