Spurning með einstefnuloka
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Spurning með einstefnuloka
Var að pæla hvort þessir einstefnulokar væru að minnka loftflæði í loftsteinana hjá fólki hérna. Finnst flæðið svo töluvert meira ef ég sleppi einstefnulokanum. Einnig var ég að pæla, ætli það sé ekki í lagi að sleppa þessum einstefnuloka ef að loftdælan er í meiri hæð en loftsteinninn í búrinu?
Re: Spurning með einstefnuloka
Ég var einmitt að pæla í þessu um daginn, finnst komast minnna loft í gegnum þá.
En já ég er bara með loftdæluna fyrir ofan búrið hjá mér.
En já ég er bara með loftdæluna fyrir ofan búrið hjá mér.
2x 54 Lítra búr,
25 Lítra búr,
25 Lítra búr,
Re: Spurning með einstefnuloka
lokarnir tempra loftflæðið klárlega, en eru samt miklu meira öryggi en að hafa loftdæluna eitthvað ofar, td. ef slanga plöggast af dælu og slanga fellur niður, það er náttúrulega hægt að festa slönguna í eitthvað sem er ofar en búrið, þannig að þótt slanga plöggist úr dælu falli hún ekki niður, þá er engin ástæða að hafa einstefnuloka.
Ég lenti einmitt í einu svona óhappi, var með dæluna hengda upp, en slangan (gömul og lúin) aftengdist einhverra hluta vegna úr dælunni, slangan hafði þá dottið niður og það myndaðist sírennsli úr búrinu, en sem betur fer var tekið eftir þessi í tíma.
Ég lenti einmitt í einu svona óhappi, var með dæluna hengda upp, en slangan (gömul og lúin) aftengdist einhverra hluta vegna úr dælunni, slangan hafði þá dottið niður og það myndaðist sírennsli úr búrinu, en sem betur fer var tekið eftir þessi í tíma.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Spurning með einstefnuloka
slangan gæti nú alveg eins plöggast úr einstefnulokanum eins og loftdælunni myndi ég halda. En já þetta er auðvitað meira öryggi. Held ég láti samt nægja að hafa loftdæluna bara ofar en loftsteinninn.
Re: Spurning með einstefnuloka
ég hef límt slönguna á einstefnulokan þá eru þið safe. Persónulega mundi ég fjárfesta í stærri loftdælu frekar en að sleppa einstefnulokanum
Re: Spurning með einstefnuloka
Það er ekki nóg að hafa loftdæluna ofar en loftsteininn, þarft að hafa dæluna fyrir ofan vatnsyfirborðið
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Re: Spurning með einstefnuloka
ok, takk fyrir það Squinchy. Hún er reyndar fyrir ofan vatnsyfirborðið þannig þetta ætti að vera í fína lagi og gott trukk af lofti annað en áður.
Re: Spurning með einstefnuloka
þetta er líka ákveðið öryggi fyrir loftdæluna sjálfa því án einstefnuloka getur vatn runnið til baka inn í dæluna ef það slökknar á henni af einhverjum ástæðum t.d rafmagsútslætti og vatnið stoppar ekki þar heldur fer áfram útá gólf, það er reyndar auðveldlega leyst með því að hafa dæluna hærra en vatnsyfirborðið.
---------------------------
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.
530 L síklíðu búr.
200 L þrískipt uppeldisbúr.
130 L Gotfiskabúr.
130 L froskabúr.
4 X 200 L Rekki.