Geta fróðir notendur sagt mér frá því hvernig er að hafa bardagafisk? Hvaða skilyrði þarf hann, getur hann verið með kvk? Er þetta erfiður fiskur?
Bara allt sem ykkur dettur í hug að segja mér frá honum
Skella sér á bardagafisk?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
En hugguleg saga , en svona í grófum dráttum er bardaga fiskur frekar easy fiskur, þarf bara eitthvað ílát sem haldur vatni, eitthvað skraut ef þú vilt, vatn, fiskinn, fóður, og skipta regglulega út smá vatni
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Gæti ekki verið meira sammála.Squinchy wrote:En hugguleg saga , en svona í grófum dráttum er bardaga fiskur frekar easy fiskur, þarf bara eitthvað ílát sem haldur vatni, eitthvað skraut ef þú vilt, vatn, fiskinn, fóður, og skipta regglulega út smá vatni
Bæti við að það er ekkert sérstaklega sniðugt að vera með kerlu með honum nema þú ætlir að rækta og hafir þá annað búr til umráða fyrir kerluna.
Það sem ég var að reyna að koma til skila með mínu svari var það, að ég fæ mér bardagafisk í síkliðubúr út af bardaganafninu, ég hélt að hann gæti alveg varið sig vegna þess að hann heitir bardagafiskur. En hann var liðónýtur að berjast við síkliðurnar, þó hann hafi gert heiðarlega tilraun í fyrstu, hann reyndi að fela sig ofan á dælunni til að fá að vera í friði. Hængarnir eru fallegir fiskar, mig minnir að minn hafi verið rauðleitur.
En niðurstaðan er sú að það er allt í lagi að vera með þá, en það þarf að huga vel að því hverjir nágrannarnir eru, því slörið á þeim freistar. En það þarf svo sem alltaf að velja saman fiska.
En niðurstaðan er sú að það er allt í lagi að vera með þá, en það þarf að huga vel að því hverjir nágrannarnir eru, því slörið á þeim freistar. En það þarf svo sem alltaf að velja saman fiska.
Þeir eru enging skaðræði nema við aðra af sínu kyni.
Tveir bardagafiskar ganga aldrei saman til langbúðar, þótt þeir séu af sitthvoru kyninu.
Hinsvegar eru þetta gullfallegir fiskar og eru tilvaldir í lítil búr þar sem þeir gera ekki miklar kröfur til vatnsins, þeir þola herbergishita, geta andað að sér súrefni úr andrúmsloftinu og þurfa því ekki dælu. T.d. henta þeir betur í gullfiskakúlur en gullfiskar, ef það er bara skipt um svosem eitt glas af vatni reglulega.
Tveir bardagafiskar ganga aldrei saman til langbúðar, þótt þeir séu af sitthvoru kyninu.
Hinsvegar eru þetta gullfallegir fiskar og eru tilvaldir í lítil búr þar sem þeir gera ekki miklar kröfur til vatnsins, þeir þola herbergishita, geta andað að sér súrefni úr andrúmsloftinu og þurfa því ekki dælu. T.d. henta þeir betur í gullfiskakúlur en gullfiskar, ef það er bara skipt um svosem eitt glas af vatni reglulega.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net