
Þegar þeir fengu svo liti eftir að hafa jafnað sig á ferðalaginu kom þó í ljós að þetta eru 2 karlar en ekki par.
Ég er því með 3 karla í búrinu, hver í sínu horni og ekkert stuð við það.
Ég ætla að láta þá alla þrjá og freista þess að finna eitthvað skemmtilegara í búrið.
Red Terrorinn, hef ekki mælt en ~15cm+:

Jaguar sjást hér, þeir eru töluvert stærri en ég mældi þá ~22-23cm, mjög breiðir og sterklegir, annar aðeins stærri:

Tek það fram að þessir Jaguar eru skuggalega fallegir og sýna rosalega flotta liti (gera það ekki lengur hjá mér augljóslega).
Þessir flottu fiskar fara á aðeins 1500kr stk
Fyrstur kemur, fyrstur fær. Langar í aðra fiska sem fyrst og ætla því ekki að taka neitt frá.