Mig langaði til að fá smá ráð í sambandi við búrið hjá mér.
Mér finnst það alltaf svo skítugt þrátt fyrir að vera með fína dælu og regluleg vatnaskipti. Stundum finnst mér það skítugt að ég er að gera 50% vatnaskipti á 2-3 daga fresti og svo strax daginn eftir er það aftur orðið skítugt. Ég er ekki að gefa of mikið (eða ég held það).
Ég er með mjög fínann sand, ég er að pæla hvort sandurinn sé vandamálið. Þetta er mjög fínn sandur. Þegar ég horfi á búrið þá eru alltaf agnir út um allt í búrinu sem eru á sveimi.
Hvað haldið þið að geti verið vandamálið?
Búr sem er alltaf skítugt.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Búr sem er alltaf skítugt.
- Attachments
-
- búr.JPG (64.06 KiB) Viewed 10936 times
Re: Búr sem er alltaf skítugt.
Þetta er varla vegna of mikilla gjafar, það þarf lengri tíma svo það gerist.
Ég hef oftar en einu sinni lent í svona löguðu, og þá vegna sandsins, er einmitt núna með eitt lítið sem ávallt er "skítugt", og er það búr með ljósum fínum sandi, var með hann í fl. búrum, og það var eins í þeim.
Svo að,,, ég veðja á sandinn.
B.kv. SibbiS.
Ég hef oftar en einu sinni lent í svona löguðu, og þá vegna sandsins, er einmitt núna með eitt lítið sem ávallt er "skítugt", og er það búr með ljósum fínum sandi, var með hann í fl. búrum, og það var eins í þeim.
Svo að,,, ég veðja á sandinn.
B.kv. SibbiS.
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Re: Búr sem er alltaf skítugt.
ef það eru agnir á sveimi þá gæti dælan verið vitlaust upp sett sem gæti líka útskírt hvað vatnið er gruggugt
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
skemmtileg heimasíða
Re: Búr sem er alltaf skítugt.
Ég myndi giska á sandinn. Ég man að Andri Pogo var í svipuðum vandamálum með sand sem hann var með í búri hjá sér. Um leið og hann skipti sandinum út þá varð búrið tært.
Ágætis punktur hjá Guðmundi að fara yfir dæluna líka.
Ágætis punktur hjá Guðmundi að fara yfir dæluna líka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Búr sem er alltaf skítugt.
takk kærlega fyrir þetta. Ég ætla klárlega að kaupa sand á morgun og sjá hvort þetta breytist ekki þá.
Re: Búr sem er alltaf skítugt.
Já þetta er líklega sandurinn eins og hann hafi ekki verið skolaður nóg, annars er ég að fara að breyta búri hjá mér viewtopic.php?f=2&t=12942, keypti ljósan sand í toysrus í gær og þurfti að skola hann vel og lengi, ég sá að hann var orðin hreinn þegar ég rótaði í honum þá var vatnið mjög fljótt að tærast, hef örugglega skolað í rúmlega 30 - 60 mín með því að hrófla við honum fram og aftur, en ég er ekki búin að setja hann í búrið þannig ég veit ekki hvernig þetta kemur út.
- Attachments
-
- IMAG0066 (Small).jpg (52.54 KiB) Viewed 10894 times
Re: Búr sem er alltaf skítugt.
Tærast !? Ef talað er að eitthvað tærist þá er átt við að það eyðist upp, eins og td ryðgi.casmak wrote:Já þetta er líklega sandurinn eins og hann hafi ekki verið skolaður nóg, annars er ég að fara að breyta búri hjá mér viewtopic.php?f=2&t=12942, keypti ljósan sand í toysrus í gær og þurfti að skola hann vel og lengi, ég sá að hann var orðin hreinn þegar ég rótaði í honum þá var vatnið mjög fljótt að tærast, hef örugglega skolað í rúmlega 30 - 60 mín með því að hrófla við honum fram og aftur, en ég er ekki búin að setja hann í búrið þannig ég veit ekki hvernig þetta kemur út.
Ef vatn er tært þá er það án sjáanlegra óhreininda.
Getur verið að þú meinir gruggast ? Þe óhreinindi sjáist þegar þú róflar við sandinum ?
Re: Búr sem er alltaf skítugt.
Kominn með grófari sand/möl í búrið. Keypt hjá BM-Vallá á 694kr. 25kg.
Allt annað að sjá búrið
Allt annað að sjá búrið
- Attachments
-
- asdf.JPG (73.25 KiB) Viewed 10853 times
Re: Búr sem er alltaf skítugt.
Held það viti allir hvað ég á viðVargur wrote:Tærast !? Ef talað er að eitthvað tærist þá er átt við að það eyðist upp, eins og td ryðgi.casmak wrote:Já þetta er líklega sandurinn eins og hann hafi ekki verið skolaður nóg, annars er ég að fara að breyta búri hjá mér viewtopic.php?f=2&t=12942, keypti ljósan sand í toysrus í gær og þurfti að skola hann vel og lengi, ég sá að hann var orðin hreinn þegar ég rótaði í honum þá var vatnið mjög fljótt að tærast, hef örugglega skolað í rúmlega 30 - 60 mín með því að hrófla við honum fram og aftur, en ég er ekki búin að setja hann í búrið þannig ég veit ekki hvernig þetta kemur út.
Ef vatn er tært þá er það án sjáanlegra óhreininda.
Getur verið að þú meinir gruggast ? Þe óhreinindi sjáist þegar þú róflar við sandinum ?