
Fann loksins rétta búrið fyrir heimilið

Fékk þetta líka fína 200L búr hjá Vargi : http://petshop.is/details/aqualife-200?category_id=15 (reyndar ekki rétt mynd þarna á síðunni).
Þetta er svakalega flott búr, mjög hrifinn af lokinu

Það vaggar reyndar svakalega á gólfinu, annað búr sem var þarna gerði það ekki, líklega eitthvað misræmi í plasttöppum/undirstöðum sem fylgdu með, þarf kannski að rífa þá af og skella filttöppum undir í staðinn.
Ég vildi helst sleppa því að hafa tunnudælu, það er séns að ég færi búrið á annan stað seinna og þar væru tunnudæluslöngurnar svolítið fyrir.
Mér datt í hug að nota bara Juwel dælukassa í staðinn og Hlynur reddaði mér kassa úr 400L Juwel búri.

Filteringin ætti að vera feikinóg fyrir þetta litla búr.
Langaði bara að deila gleðinni, gaman að vera kominn aftur með búr á heimilið.
Áhuginn er búinn að liggja í dvala síðan ég seldi 720L búrið fyrir tæpu ári.
Næst á dagskrá er að líma Juwel dælukassann í búrið og finna innihald.
Þeir sem þekkja mig vita að ég er með valkvíða á háu stigi svo það er ekkert 100% ákveðið með innihald búrsins.
Þetta er þó ekki stórt búr og bíður ekki uppá hvað sem er, svo Malawi mbunur eru ofarlega á lista yfir fiska sem hægt er að skella í og hafa bara, ekki hægt að vera endalaust að skipta um eða bæta í svona minni búr.
Aðalhausverkurinn er að finna rétta bakgrunninn (plakat helst), möl og steina/rætur/skraut...
Allar hugmyndir velkomnar, ég stefni á að koma vatni í búrið í næstu viku.
Hérna er búrið svo á sínum stað, Juwel kassinn sést þarna í horninu.
