Ég er tilturlega nýr í þessum fiskaheimi en er með 100lítra búr sem hefur verið í gangi frá því rétt fyrir jól. Ég setti í það efni sem var til þess gert að koma flórunni í búrinu upp.
Ég var áður með annað búr þar sem ég var með 3 Guppy en flutti þá yfir í þetta þegar það var komið í gang. Einnig keypti ég mér 3 platy fiska fyrir jól sem fóru í nýja búrið.
Núna í gær þá tók ég eftir því að einn Platy fiskurinn var að synda frekar óeðlilega, þ.e. hann synti smá, lét sig sökva og stökk svo af stað aftur smá eins og hann væri að bregðast við einhverju. Þ.e. stökk af stað... í morgun var þessi sami fiskur farinn að liggja mikið á botninum þannig að ég tók hann og setti hann í gotbúr sem ég er með. Einnig googlaði ég eitthvað og fann þar upplýsingar um að það væri gott að bæta við salti í vatnið hans og gera vatnaskipti. Ég gerði því bæði en hugsa að ég hafi skipt út um 30-40% af vatninu í búrinu. Þessi fiskur dó þó í dag.
Núna er hinsvegar annar Platy fiskur farinn að haga sér eins ásamt því að einn Guppinn er farinn að synda(fljóta spriklandi) nánast lóðréttur um búrið... þeir virðast því báðir vera komnir með sömu veiki.
Er einhver hér sem þekkir til og er með ráð við þessu??

Ef það hjálpar eitthvað þá var hitastig búrsins frá upphafi um 28 gráður en ég lækkaði það núna áðan því skv því sem ég las þá á það ekki að vera nema um 26 max...
Ég veit ekki PH og Nitrate magnið enværi ekki skrítið ef það væri vandamálið eftir þessi vatnaskipti?