Melanochromis Maingano:
Stærð: 10 cm.
Fæða: Þarf mikið grænfóður.
PH. 7.8-8.5
Hitastig: 25-28° C
Melanochromis Maingano (Melanochromis cyaneorhabdos) er sannkallað augnayndi, búkurinn er rennilegur og líkist eldflaug eða tundurskeyti. Bæði kynin og einnig seyðin eru í sama fallega dökkbláa litnum með tveimum láréttrum allt að þvi neonbláum röndum. Það getur verið erfitt að þekkja kynin í sundur, karlarnir eru þó stærri, dekkri, jafnvel nánast svartir á neðri hluta búksins og yfirleitt með greinilegri eggjablett.
Maingano halda fallegum litum í búrinu þó þeir séu ekki ráðandi en ríkjandi karl er þó yfirleitt örlítið dekkri að lit
Maingano er oft ruglað saman við Melanocromis Johannii vegna þess hve líkur hann er Johanni karlinum, Maingano er þó með mun greinilegri og beinni láréttar línur á búknum en á Jóhannii rennur dökki liturinn á milli línanna aðeins saman við þann ljósa. Jóhannii kerlingar eru aftur á móti appelsínugular og því ekki hægt að villast á þeim.
Melanochromis Maingano er nokkuð krefjandi fiskur, eins og aðrir Melanochromis er hann árasargjarn, sérstaklega á eigin tegund og svipaða fiska, hann þarf því stórt búr með mörgum felustöðum og ætti ekki að hafa færri en fimm fiska í hóp. Sérstaklega þarf að hafa auga með kerlingum þegar þær eru með hrogn og eftir að þær sleppa þeim, þar sem þær eru auðveld bráð fyrir hina fiskana til að skeyta skapi sínu á. Forðast ætti að hafa Maingano með öðrum Melanocromis fiskum og fiskum í svipðum lit til að koma í veg fyrir læti í búrinu. Maingano lætur yfirleitt ólíkar tegundir í friði ef aðstæður í búrinu eru góðar. Hentugir búrfélagar eru t.d. Red Zebra (Metriaclima estherae) eða Yellow Lab (L. Caeruleus).
Maingano geta verið felugjarnir og halda sig miið í holum og glufum milli steina og vilja helst ferðast um í búrinu í göngum og glufum og líkar vel við búr með lítilli lýsingu, þeir kunna vel við sig í blaðmiklum og háum gróðri og flotgróður getur verið góður kostur, þó ber að gæta þess að þeir geta grafið upp gróður og eiga til að kroppa í hann.
Búrið þarf að hafa mikið af felustöðum og grjóti og sem dekkstan sand í undirlagi, alls ekki hvítan eða mjög ljósan.
Melanochromis Maingano þarf fóður sem inniheldur mikið grænfóður og Spirulina þörung en þrífast þó ágætlega á hefðbundnu fiskafóðri ef boðið er upp á ferskt grænmeti öðru hvoru.
Allar myndir með greininni eru úr mínum eigin búrum.
Afrískar sikliður - Melanochromis Maingano:
Moderators: Vargur, Andri Pogo