Matargjöf ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Matargjöf ?

Post by Höddi »

Ég lenti í smá óhappi þegar ég var að gefa Malawi síklíðunum mínum að borða áðan :x .

Þegar ég var að setja mat í búrið þá sturtaðist slatti úr fóðurdollunni ofaní búrið og dreifðist um allt, ég náði strax í háfinn og reyndi að veiða það mesta uppúr en náði ekki nógu miklu. Þetta var kannski svipað magn og ég gef þeim á heilum degi giska ég á. Þá var vatnið mjög gruggugt svo ég skipti um ca. 20% vatni. En það er ennþá mjög gruggugt.

Hvað væri best fyrir mig að gera næst?, hver eru rétt viðbrögð við svona slysi? og að lokum eiga fiskarnir mínir einhverja von? :cry:
ZX-6RR
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skipta um eins mikið vatn og þú getur undir eins og sjúga upp matarleifar sem þú sérð um leið.

Ekkert að því að skipta um 50-80%
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

keli wrote:Skipta um eins mikið vatn og þú getur undir eins og sjúga upp matarleifar sem þú sérð um leið.

Ekkert að því að skipta um 50-80%
Image

Fiskarnir eiga nú að lifa þetta af ef þú bregst rétt við
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

clean clean clean :)
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Jæja þá er ég búinn að skipta um tæp 80% af vatni og reyndi að þrífa skeljasandinn í botninum.

Ég reyndi bara að þyrla upp óhreinindum og mokaði svo vatninu úr :?

Hvernig er best að ryksuga botninn??
Eru þið með einhverja græju í þetta?
ZX-6RR
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Malarryksuga.

Image
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

mæli með þessu apparati :) svínvirkar
Post Reply