Tók eftir rauðum blett á einum Clown knife hjá mér áðan og viti menn, hinir tveir eru líka með þessa bletti á öllum uggum.
Svo eru uggarnir eitthvað tætingslegir á þeim, veit ekki hvort það sé hluti af þessu... Sé ekkert þessu líkt á öðrum fiskum búrsins.
Gæti trúað þeir hafi verið að slást eða einhver að bögga þá allavegana hefur eitthvað gengið á það sjást fleiri ummerki um hasar á myndunum. Fylgstu vel með þessu uppá efað kemur sýking í þetta
þetta eru ekki sár, virðist vera einhver baktería. Annars er enginn að abbast uppá þá, rispurnar hafa þeir fengið eftir að troða sér undir rótina og stökkva uppí lokið.
ég er allavega búinn að skipta um 40% vatn og er byrjaður að salta í von um að það hjálpi.
Veit ekki hvað þetta er en mig grunar svosem að ástæðan sé léleg vatnsgæði enda búrið að springa. Nýja búrið á að vera komið en það er týnt einhverstaðar hjá innflutningsfyrirtækinu
Væntanlega rispur eftir hnjask sem er kominn bakteríusýking í fáðu þér bakteríudrepandi lyf ef þetta lagast ekki við vatnsskipti og salt, ekki bíða of lengi ef þetta lagast ekki mjög fljótlega við v.skiptin og saltið
já það sem ég meinti var að þessir blettir eru bara á uggunum og ekki á neinum sárum, bara rauðir kringlóttir blettir. Þeir eru hins vegar með rispur á fleiri stöðum sem líta ekkert illa út.
ég vil bara vera 100% viss hvað þetta er og hvort salt sé nóg áður en ég set lyf í búrið, vil ekki lenda í slátrun einsog gerðist í 110l búrinu eftir að ég lét lyf í það.
Á myndunum get ég ekki betur séð en að rauðu dílarnir séu þar sem er brot í uggageislunum sem þýðir að þetta er blóð sem hefur storknað í sárinu......... fylgstu vel með hvort það kemur fungus eða áta í uggann