
Til að byrja með ætla ég að segja ykkur aðeins frá stóðinu mínu.

Dynur frá Efsta-Dal I er elstur í hópnum, en hann er á 12 vetri

Hann er stór og stæðilegur með rosalegt fax og gullfallegar hreyfingar. Hann er yndislegur í umgengi og verður líklega fyrsti keppnishesturinn minn.

Dynur:

Flicka er skvísan í hópnum. Hún er á 8 vetri og er fyrsta hryssan mín.


Flicka:

Sá yngsti í hópnum er Hrímfaxi frá Guðnastöðum, en hann er á 3 vetri, ótaminn en einstaklega auðveldur og ljúfur og er alltaf til í knús.

Hann er móvindóttur en rosalega lítill og ræfilslegur miðað við aldur, en það er sennilega vegna þess að hann hefur verið með orma og gadd í langann tíma og ekki getað étið neitt af viti. Eftir að hann kom til mín og var raspaður og gefið ormalyf fór hann að éta, fitna og það er svakalegur munur á honum, en hann er enn pínu feiminn greyið.

Hrímfaxi:

Svo eru hérna nokkrar skemmtilegar myndir af þeim

Dynur í miðri lónseringu

Alltaf gott að velta sér, svipurinn segir allt sem segja þarf


Litla stóðið mitt

