Fiskabúrin mín - Hilmarx

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
hilmarx
Posts: 39
Joined: 04 Apr 2011, 17:27

Fiskabúrin mín - Hilmarx

Post by hilmarx »

Finnst vera komin tími til að pósta einhverju frá mér.

þarf að útvega mér betri myndavél til að sýna ykkur betri myndir

240L Juwel Rio
Eftir ágætis törn um helgina endaði það svona. Var að leita eftir Amazon fíling, fann ekki allt sem mig langaði í og bíð því bara eftir að eitthvað fleira komi á markaðinn.

Stoppaði í Hobby herberginu, bætti við Giant Valisneria og Leaf fish frá Elmu og Vargi.

Image
IMG_3626 by hilmarx, on Flickr
Heildarmynd

Image
IMG_3635 by hilmarx, on Flickr
Amazon leaf fish, ótrúlegt hvað þeir eru fljótir að skipta um lit. Týndi einum í gær í svolítinn tíma, hann var þá orðinn appelsínugulur að fela sig í lotusinum.

Image
IMG_3638 by hilmarx, on Flickr
Hérna sjást Tígris barbarnir. Þegar ég skipti yfir í tunnudælu hætti ég vonandi að lenda í þessu veseni með Lotusinn, búin að minnka strauminn til muna en hann er samt enn nokkuð vafinn enda mjög erfitt að vinna í búrinu með hann útúm allt. Það verður komið í lag fyrir næstu myndasyrpu.

Fiskar:
2 stk Ctenopoma acutirostre - Spotted climbing perch
2 stk Monocirrhus polyacanthus - Amazon leaf fish
2 stk Crossocheilus oblongus - SAE
2 stk Ancistrus
9 stk Puntius tetrazona - Tígris barbar

Gróður:
Giant Valisneria
Tiger Lotus
og eithvað fleira sem ég er ekki komin með nöfnin á.

54L Tetru búr, gróðurinn fékk að vaxa upp í því, fer ekkert alltof vel um þær en fer að bæta úr því. Þær eru ekki í búrinu þegar myndin var tekin þar sem ég er búin að þurfa að forfæra full mikið undanfarið

Image
IMG_3614 by hilmarx, on Flickr

54L Gullfiskar

Image
IMG_3615 by hilmarx, on Flickr

og svo er ég að setja upp 180L Jack dempsey myndir koma fyrir eða um helgina. Þetta búr keypti ég af Elmu, smíðað af Vargi.
Post Reply