Seyði ???? komast ekki á legg

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
gassir
Posts: 16
Joined: 16 Jul 2008, 23:09

Seyði ???? komast ekki á legg

Post by gassir »

Hæ hæ

Þar sem við erum nýjir í þessu þá langar mig að spyrja ykkur um pínu dæmi sem við þekkjum ekki þannig er að við erum búnir að fá 2 seyði gubbý seyði sem dafna vel en við höfum verið að setja nokkrar kellur í gotbúrið og höfum verið að fá dauð seyði eða seyði sem eru eins og litlir hvítir snjóboltar með 2 augu greinilega koma þannig frá kellunni þetta hefur nokkrum sinnum gerst hafa ekki klekst út eða komist úr þessum hvíta bolta sem þau eru í :) ég veit við þekjum þetta lítið en nokkuð pirrandi að fá seyði sem komast ekki á legg þau eru öll þakin þessu hvíta.

Á nokkur á okkur línu til að fræða okkur :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Seyði ???? komast ekki á legg

Post by Vargur »

Seiði er ekki skrifað með y, algeng mistök og fleiri en færri sem hafa gert þessi mistök. :)
Þetta hvíta er fungus og hann kemur sennilega í þessu tilfelli á seiðin eftir að þau drepast.
Mér þykir líklegt að kerlurnar séu stressaðar í gotbúrinu og gjóti of snemma, það gæti td verið vegna þess að þú setjir kerlurnar of smemma í gotbúrið.
Hugsanlega væri betra að leyfa þessu bara að hafa sinn gang í aðalbúrinu, hafa td flotgróður eða aðra felustaði fyrir seiðin og fylgjast vel með og reyna að veiða þau upp ef þess gerist þörf.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Seyði ???? komast ekki á legg

Post by Elma »

hvað ertu með stórt búr og hvaða fiskar eru í því fyrir utan gubbyana?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply